Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH og formaður Landsmóts ehf., ásamt Jóni Baldri Lorange, verkefnisstjóra WorldFeng, á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Danmörku í sumar þegar ráðherra opnaði formlega LM
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH og formaður Landsmóts ehf., ásamt Jóni Baldri Lorange, verkefnisstjóra WorldFeng, á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Danmörku í sumar þegar ráðherra opnaði formlega LM
Fréttir 1. október 2015

Varðveisla myndefnis frá Landsmótum tryggð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Myndbönd frá Landsmóti hestamanna 2014 eru nú aðgengileg áskrifendum WorldFengs. Samstarfssamningur milli tölvudeildar Bændasamtaka Íslands og Landsmóts ehf. var undirritaður á dögunum. 
 
Samningurinn felur í sér að WorldFengur tekur að sér að varðveita og vinna myndbönd frá Landsmótum hestamanna og gera aðgengileg á Worldfeng.
 
Nú geta áskrifendur upprunaættbókarinnar WorldFeng skoðað myndbönd af hrossum frá Landsmóti hestamanna 2014 með því að kaupa sérstakan aukaaðgang. Með tíð og tíma munu þau myndbönd sem eru í eigu Landsmóts ehf. og Landssambands hestamannafélaga fara inn á gagnagrunninn. Mun það veita hestamönnum og áhugamönnum um ræktun á íslenska hestinum skýrari upplýsingar um sögu og þróun íslenskrar hrossaræktar.
 
Þeir Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH, og Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri WorldFengs, undirrituðu samstarfssamning vegna verkefnisins þann 17. september síðastliðinn. Mestur kostnaður felst í að vinna efnið inn á vefinn en tekjur af áskriftargjöldum verða notaðar til að greiða þann kostnað. Notendur munu sækja um áskrift af efninu og munu tekjur skiptast á milli Landsmóts og WorldFengs í ákveðnum hlutföllum sem samningsaðilar hafa komið sér saman um.
 
Fagmennska, tækni og metnaður
 
„Við sem störfum innan hestamennskunnar höfum meðal annars þær skyldur að varðveita allt það efni sem verður til og gefur mynd af þróun hestamennskunnar í víðu samhengi. Allt það myndefni sem orðið hefur til á Landsmótum er dýrmætur hluti sögunnar og gefur mynd af ræktunargripum og gæðingum og þróun þeirra. Það var orðið ljóst að útgáfa CD mynddiska heyrir sögunni til og því fórum við hjá LH að skoða hvaða möguleikar væru í stöðunni þannig að efnið nýttist greininni, yrði varðveitt og skapaði tekjur,“ segir Lárus Ástmar.
 
„Ýmislegt var skoðað en fljótlega fóru spjótin að beinast að þeim gagnagrunni sem er okkur hestamönnum svo mikilvægur og í raun mjög merkilegur í stóru samhengi sem er WorldFengur. Þar er til staðar fagmennska, tækni og metnaður sem hentaði okkar markmiði vel. Fljótlega náðust samningar milli aðila. Ég er sannfærður um að þessi samningur á eftir að nýtast okkur hestamönnum faglega vel, tryggja varðveislu efnis hjá fagfólki á öruggum stað og skapa WorldFeng og Landsmóti tekjur.“
 
Óumdeildur ávinningur
 
Markmið WorldFengs er að gagnagrunnurinn innihaldi upplýsingar, á hvaða formi sem tiltæk eru hverju sinni, til að tryggja ræktunarmarkmið, hreinræktun íslenska hestsins og aðrar þær ættbókarupplýsingar sem tryggja stöðu WorldFengs sem upprunaættbókar íslenska hestsins, samkvæmt Jóni Baldri. Þannig varðveitir WorldFengur gögn um stofnskráningu hrossa, ætt, auðkenni, eigendur, ræktendur, upprunastað, afkvæmi, kynbótadóma, kynbótamat, erfðamörk (DNA) til ætternissönnunar, flutningssögu milli landa og fleira.
 
„Það eru mörg ár síðan farið var að vista myndir af hrossum og nú er stórt skref stigið með því að geyma myndbönd af hrossum frá Landsmótum hestamanna. Það er reyndar um áratugur síðan ég nefndi þetta við fyrirtækið sem þá sá um upptölur frá Landsmótum en það skilað ekki árangri þá. Við byrjum sem sagt á myndböndum frá Landsmótinu 2014 og er þegar búið að vinna á þriðja hundrað myndbönd. Í samningi okkar við Landsmót ehf. þá er markmiðið að vinna einnig myndbönd frá Landsmótunum áranna 2011 og 2012. Nokkur vinna er við að klippa hvert myndband, þar sem hvert hross fær sitt myndband frá viðkomandi Landsmóti skráð í upprunaættbókina. Þar verður það varðveitt um ókomna tíð og aðgengilegt fyrir áskrifendur WorldFengs sem keypt hafa LM myndbönd viðbótina. Vinna við klippingu felst jafnframt í því að laga hljóð og vinna myndbönd af mismunandi upplausn og gæðum, og svo þarf að sjálfsögðu að skrá hvert myndband í gagnagrunn WorldFengs, og vista á öflugum miðlara,“ segir Jón Baldur. 
 
Aðspurður um hvort ætlunin væri að bæta við fleiri Landsmótum en þeim sem þegar hafa verið nefnd, segir Jón Baldur að það hljóti að taka mið af viðtökum sem og möguleikum samningsaðila að nálgast myndbönd frá eldri Landsmótum. „Ávinningurinn fyrir íslenska hrossarækt og unnendur íslenska hestsins væri aftur á móti óumdeildur ef myndefni frá eldri Landsmótum yrði hluti af upprunaættbókinni í framtíðinni.“ 
Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...