Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aðalsteinn J. Halldórsson, oddviti í Tjörneshreppi.
Aðalsteinn J. Halldórsson, oddviti í Tjörneshreppi.
Fréttir 8. febrúar 2022

Varmadælur settar upp í Tjörneshreppi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Tjörneshreppur hefur undanfarin misseri staðið í húshitunarátaki í hreppnum en líkt og gengur og gerist víða á landsbyggðinni er ekki aðgengi að hitaveitu þar nema að mjög litlu leyti.

Aðalsteinn J. Halldórsson oddviti Tjörneshrepps segir að ákveðið hafi verið að bjóða íbúum hreppsins upp á kaup og uppsetningu á varmadælum sem koma í stað upphitunar með hefðbundnum þilofnum eða vatnshitakerfi í gengum hitatúbu. Kynding íbúðarhúsnæðis með hefðbundinni rafkyndingu er afar kostnarsöm og því er um umtalsverða búbót að ræða fyrir íbúa hreppsins.

Tjörneshreppur greiddi fyrir kaup á bæði búnaði og uppsetningu hans og segir Aðalsteinn að kostnaður íbúanna sjálfra hafi verið óverulegur. Hreppurinn naut liðsinnis frá fyrirtækinu Hagvarma ehf sem reyndist ómetanlegur stuðningur að sögn oddvita. Hagvarmi er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í varmadælulausnum og annarri húshitun.

„Við vorum líka svo lánsöm hér að einn íbúanna, Aðalsteinn Guðmundsson á Kvíslarhóli tók að sér að vinna stóran hluta verklega þáttarins við þessa uppsetningu og reyndist mikill happafengur fyrir hreppinn og framgang verkefnisins,“ segir Aðalsteinn. Aðrir verktakar voru Vinnuvélar Eyþórs, Vökvaþjónusta Kópaskers, Norðurlagnir og Guðmundur Björnsson, rafvirki.

Þrettán hús og eitt félagsheimili

Alls eru 13 heimili og eitt félagsheimili í hreppnum sem tengda verða í fyrsta og stærsta hluta þessa áfanga í verkefninu, en áætluð verklok eru í febrúar næstkomandi. „Seinni áfangar þessa húshitunarverkefnis  eru minni í sniðum og verkið því langt komið. Fyrstu dælurnar voru tengdar snemma í fyrrasumar og fyrstu mælingar á orkunotkun þeirra heimila lofa mjög góðum“ segir Aðalsteinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.
Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...

Framleiðsla á hliðarafurðum heldur áfram
Fréttir 14. apríl 2025

Framleiðsla á hliðarafurðum heldur áfram

Hvítlauksbændurnir hjá Dalahvítlauk hafa á undanförnum mánuðum þróað tvær nýjar ...

Úrgang skal færa til viðeigandi meðhöndlunar
Fréttir 14. apríl 2025

Úrgang skal færa til viðeigandi meðhöndlunar

Líkt og fram kom í forsíðufrétt síðasta tölublaðs Bændablaðsins, er ekkert eftir...

Nýtt smit gæti borist
Fréttir 14. apríl 2025

Nýtt smit gæti borist

Dregið hefur talsvert úr tilkynningum til Matvælastofnunar um dauða villta fugla...

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Kornax búið að loka
14. apríl 2025

Kornax búið að loka

Meðbyr
14. apríl 2025

Meðbyr

Nýtt smit gæti borist
14. apríl 2025

Nýtt smit gæti borist

Stjörnuspá vikunnar
14. apríl 2025

Stjörnuspá vikunnar

Í lok vertíðar
14. apríl 2025

Í lok vertíðar

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f