Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vaxandi áhugi fyrir smávirkjunum
Fréttir 6. febrúar 2015

Vaxandi áhugi fyrir smávirkjunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Umfjöllun Bændablaðsins  um ódýra virkjanakosti og lágtæknivirkjanir í október 2013 vakti mikla athygli og eru enn að berast fyrirspurnir vegna þess. Þar var m.a. fjallað um lágtækni eins og bátamyllur og allt upp í nýjustu tækni hvað varðar kjarnasamrunaorku.

Erlendis er umræðan stöðugt í gangi og áhugi jarðeigenda sem aðgengi hafa að vatni greinilega mikill á að verða sjálfbærir í orkumálum. Landrými er þó víðast hvar að þrengjast sem takmarkar möguleika fólks á að virkja. Sennilega er Ísland þó enn best sett hvað þetta varðar af öllum löndum Evrópu. 

Virkjun vatnsafls er ekki alltaf umhverfisvæn

Á undanförnum árum hefur verið nokkur vakning í þá átt að leita leiða til að búa til minni vatnsaflsvirkjanir en oftast hafa verið á stefnuskrám ríkja heimsins. Þar er fyrst og fremst verið að líta til neikvæðra umhverfislegra þátta sem stórvirkjanir óneitanlega hafa. Í Bandaríkjunum er bent á gríðarleg orkumannvirki í því sambandi eins og Hoover Dam, Niagara Power Plant og fleiri slíkar sem valdið hafa gríðarlegum umhverfisáhrifum. Þótt orka þessara virkjana sé sögð umhverfisvæn, er það ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Stór orkumannvirki breyta oft flæði vatns á stórum landsvæðum með tilheyrandi áhrifum á gróður, dýralíf og mannlíf. Því hafa umhverfisverndarsamtök á borð við Green Energy Ohio (GEO) og fleiri tekið upp baráttu fyrir því að virkjað verði í minni skala og byggðar virkjanir sem eru minni en 30 megawött.

Samkvæmt þeirra hugmyndum geta einungis slíkar „smávirkjanir“ talist skila umhverfisvænni orku.

Smávirkjanir umhverfisvottaðar

Í Bandaríkjunum er starfandi stofnun sem rekin er án gróðasjónarmiða sem gefur út umhverfisvottorð fyrir smávirkjanir. Þessi stofnun heitir Low Impact Hydropower Institute (LIHI). Til að standast skilyrði þessarar stofnunar eru metin átta atriði er tengjast áhrifum virkjunar á umhverfisþætti. Það er áhrif á flæði vatns, vatnsgæði, hindrun fiskgengdar, vatnssóun, hvort það skapi áhættu fyrir viðgang dýrategunda, menningarleg áhrif, afturkræfni og leiðbeiningar um hvaða aðstöðu þurfi að fjarlægja. Er þessi stofnun einnig búin að gera úttektir á og gefa út vottanir fyrir fjölda smávirkjana í Kanada.

Þessu tengist aukinn áhugi víða um heim á lágkostnaðar míkróvirkjunum sem skila kannski frá einni kílówattstund (1 kWh) upp í 30 kílówattstundir. Benda samtökin GEO á að slíkar virkjanir gætu víða hentað, einkum til sveita, því meðal heimili í Bandaríkjunum noti ekki nema 10–15 kílówattstundir á dag. Þá gæti víðari hugsun á nýtingu á straumflæði vatns gert slíka orkunýtingu mun víðtækari.

Straumvatnssvirkjanir

Virkjun hægstreymandi straumvatns í ám og í sjó, án þess að beita stíflumannvirkjum, hefur verið þekkt fyrirbæri og mikið nýtt víða um lönd í mörg hundruð og jafnvel þúsundir ára. Því er virkjun slíks afls alls ekki langsótt og víða vel framkvæmanleg.

Fjöldi skýrslna hefur verið gerður og mikil þróun hefur verið í gerð margvíslegs búnaðar fyrir ódýrar vatnsaflsvirkjanir eða svokallaðar Low Cost Micro-Hydroelectric Power Generation. Eina slíka skýrslu eftir Sivasakthy Selvakumaran má t.d. finna á netinu á vefslóðinni: http://www.ewb-uk.org/filestore/FINAL REPORT_Sakthy Selvakumaran.pdf.
Skýrsluna setur hann m.a. fram í þeim tilgangi að hún geti orðið öðrum leiðarvísir við hönnun og smíði smávirkjana. Skoðar hann þar fjölmörg mannvirki og dregur upp myndir af hvað menn hafi gert rétt og rangt.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...