Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vaxandi útbreiðsla herorma í Asíu
Fréttir 29. ágúst 2018

Vaxandi útbreiðsla herorma í Asíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í yfirlýsingu frá Alþjóðama­t­vælastofnuninni, FAO, segir að lirfur haustherorma muni ógna matvælaöryggi milljóna smábænda í Asíu á næstu árum.

Ormarnir hafa náð fótfestu á Indlandi og munu á næstu árum dreifa sér til svæða í Suðaustur-Asíu og suðurhluta Kína og valda verulegum skaða á uppskeru, að sögn sérfræðinga FAO.

Lirfa haustherorma, þeirra fyrstu í Asíu, varð fyrst vart á Indlandi fyrir tveimur árum og síðan þá hefur þeim fjölgað hratt og útbreiðslusvæði þeirra stækkað með ógnarhraða.

Éta allan gróður

Viðkoma haustherorma er hröð í heitu loftslagi. Úr púpu herlifranna skríður fluga sem getur ferðast allt að 100 kílómetra á sólarhring til að finna sér hýsilplöntu til að verpa í. Eftir þrjá til fimm daga skríður úr eggjunum ný kynslóð herlifra sem í tvær til þrjár vikur éta allan gróður sem að kjafti kemur. Púpustig herormanna er ein til tvær vikur og líftími flugunnar ellefu til fjórtán dagar.

Meðal nytjaplantna sem geta orðið illa úti af völdum herlirfa eru maís, hrísgrjón, kálplöntur, bómull og um það bil áttatíu aðrar tegundir.

Samkvæmt yfirlýsingu FAO er hætta á að lirfurnar valdi miklu tjóni á hrísgrjóna- og maísuppskeru í Suðaustur-Asíu og suðurhluta Kína á þessu ári. Aðallega á svæðum þar sem smábændur reiða sig á uppskeruna sér og sínum til framdráttar.

Víða í Asíu sjá smábændur um ræktun á um 80% landbúnaðarlands og er áætlað að yfir 200 milljón hektarar séu notaðir til ræktunar á hrísgrjónum og maís og um 90% af hrísgrjónum í heiminum eru framleidd í Asíu.

Upprunnir í Suður-Ameríku

Haustherormar eru upprunnir í Suður-Ameríku. Þeirra varð fyrst vart í Afríku 2016 og síðan hafa þeir farið eins og eldur í sinu um álfuna sunnan Sahara og valdið miklum uppskeruskaða og dreift sér til Asíu.
Nafnið herormar er dregið af því að lirfurnar eiga það til að feta sig þúsundum saman á milli gróðursvæða og þá helst um graslendi og yfir á ræktunarsvæði. Lirfurnar éta aðallega á nóttinni og í skýjuðu veðri og geta á stuttum tíma étið allt lauf plantnanna sem þær leggjast á og skilja ekkert eftir nema beran stöngulinn.

Víða er innflutningsbann á landbúnaðarvörur þar sem herormar eru landlægir.

Sérfræðingar FAO vonast til að geta nýtt reynslu sína í baráttu sinni við herormana í Afríku til að hefta útbreiðslu þeirra í Asíu.

Skylt efni: herormar | Asía | útbreiðsla

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...