Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vefverslun með íslenskar búvörur
Mynd / Skjáskot Gott og blessað
Fréttir 2. nóvember 2020

Vefverslun með íslenskar búvörur

Höfundur: smh

Vefverslunin Gott og blessað hefur tekið til starfa. Nú er hægt að kaupa íslenskar búvörur frá smáframleiðendum beint í gegnum netið og fá þær sendar heim.

Vöruúrvalið spannar breitt svið íslenskrar matvöruframleiðslu en þar má finna grænmetis-, kjöt-, mjólkur- og fiskivörur – unnar matvörur og tilbúna rétti. 

Fjallað var um væntanlega opnun verslunarinnar í Bændablaðinu í ágúst. 

Gott og blessað hefur að markmiði að kynna og selja vörur íslenskra smáframleiðenda og heimavinnsluaðila ásamt því að selja sælkeravörur frá framleiðendum sem nota íslenskt hráefni.  Jafnframt því að reka vefverslun er Gott og blessað með litla verslun að Flatahrauni 27 í Hafnarfirði.  Þangað geta viðskiptavinir sótt vörur sem þeir hafa pantað en jafnframt skoðað og keypt vörur sem þar eru á boðstólum.

Vefverslunin mun leitast við að tryggja aðgang neytenda að þessum vörum og að vefverslunin verði öruggur farvegur fyrir smáframleiðendur til þess að koma vörum sínum í sölu og dreifingu.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...