Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vefverslun með íslenskar búvörur
Mynd / Skjáskot Gott og blessað
Fréttir 2. nóvember 2020

Vefverslun með íslenskar búvörur

Höfundur: smh

Vefverslunin Gott og blessað hefur tekið til starfa. Nú er hægt að kaupa íslenskar búvörur frá smáframleiðendum beint í gegnum netið og fá þær sendar heim.

Vöruúrvalið spannar breitt svið íslenskrar matvöruframleiðslu en þar má finna grænmetis-, kjöt-, mjólkur- og fiskivörur – unnar matvörur og tilbúna rétti. 

Fjallað var um væntanlega opnun verslunarinnar í Bændablaðinu í ágúst. 

Gott og blessað hefur að markmiði að kynna og selja vörur íslenskra smáframleiðenda og heimavinnsluaðila ásamt því að selja sælkeravörur frá framleiðendum sem nota íslenskt hráefni.  Jafnframt því að reka vefverslun er Gott og blessað með litla verslun að Flatahrauni 27 í Hafnarfirði.  Þangað geta viðskiptavinir sótt vörur sem þeir hafa pantað en jafnframt skoðað og keypt vörur sem þar eru á boðstólum.

Vefverslunin mun leitast við að tryggja aðgang neytenda að þessum vörum og að vefverslunin verði öruggur farvegur fyrir smáframleiðendur til þess að koma vörum sínum í sölu og dreifingu.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...