Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Síld
Síld
Fréttir 15. október 2020

Veiðar verði auknar á norsk- íslensku vorgotssíldinni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur birt ráðgjöf sína um veiðar ársins 2021 fyrir uppsjávarstofna. Leggur það til meiri veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld en minna af makríl og kolmunna.

Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum, makríl og kolmunna um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð því sett sér aflamark. Það hefur haft þær afleiðingar að frá árinu 2013 hafa veiðar verið umfram ráðgjöf ICES.


Norsk-íslensk vorgotssíld

Ráðgjöf ICES hvað varðar norsk-íslenska vorgotssíld er í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 651 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 526 þúsund tonn og er því um að ræða 24% hækkun í tillögum ráðsins um afla næsta árs.

Á vefsíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að ástæða þess sé fyrst og fremst að 2016-árgangur í stofninum reynist sterkur og gert er ráð fyrir að hann komi inn í veiðina á næsta fiskveiðiári af meiri þunga. Áætlað er að heildarafli ársins 2020 verði um 694 þúsund tonn sem er 32% umfram ráðgjöf.


Makríll

ICES leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu á makríl sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið, að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 852 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 922 þúsund tonn og því er um að ræða tæplega 8% lægri ráðgjöf nú.

Það skýrist af bæði minnkandi hrygningarstofni og lægra mati á honum nú en á síðasta ári. Lækkun á ráðgjöf hefði orðið meiri ef ekki hefði komið til endurmat og hækkun á veiðihlutfalli viðmiðunarmarka sem ráðgjöfin byggir á.


Kolmunni

ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu á kolmunna, að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 929 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 1,2 milljón tonn og er því um að ræða 20% lækkun á ráðgjöf frá í fyrra.

Ástæðan fyrir lækkun á aflamarki er minnkandi hrygningarstofn sökum lítillar nýliðunar síðustu fjögur ár.
Áætlað er að heildarafli ársins 2020 verði tæplega 1,5 milljón tonn, sem er 27% umfram ráðgjöf.

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...