Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Handhafar Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti, Elisabeth Hauge og Björn Halldórsson á Valþjófsstöðum, Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Völundur Jóhannesson.
Handhafar Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti, Elisabeth Hauge og Björn Halldórsson á Valþjófsstöðum, Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Völundur Jóhannesson.
Fréttir 15. október 2015

Veitt fyrir eljusemi, kraft og einstakt ræktunarstarf

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september veitti Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Náttúru­verndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.
 
Viðurkenningin er veitt vegna markverðs starfs á sviði náttúruverndar. Að þessu sinni voru veittar tvær viðurkenningar til einstaklinga sem hafa af mikilli eljusemi lagt sig fram um að bæta og endurheimta land með ræktun, oft og tíðum við erfið skilyrði. Þessir einstaklingar hafa tekist á við landgræðslu og skógrækt við sorfnar strendur og á hrjóstrugum heiðum og sýnt þannig í verki að þeim er annt um landið. 
 
Viðurkenningarnar hlutu annars vegar hjónin Björn Halldórsson og Elisabeth Hauge á Valþjófsstöðum í Núpasveit, sem hafa lagt alúð við að græða og rækta upp jörð sína út við ysta haf. Hins vegar Völundur Jóhannesson á Egilsstöðum sem þekkir hálendið vel og hefur sýnt fram á að þar er hægt að rækta upp og hlúa að gróðri langt yfir þeim hæðarmörkum sem menn hafa talið mögulegt að stunda ræktun. 
 
Eljusemi, kraftur og áhugi í landgræðslu
 
Í rökstuðningi ráðherra vegna Náttúruverndar­viður­kenningar Sigríðar í Bratt­holti kemur m.a. fram að þau Björn og Elisabeth á Valþjófs­stöðum hljóti viðurkenninguna fyrir eljusemi, kraft og áhuga í landgræðslu og skógrækt við erfið ræktarskilyrði á svæði sem stendur fyrir opnu norðurhafi. Uppgræðsluverkefni þeirra nái frá fjöru til fjalls en að auki sé sjálfbærni leiðarljós í öllum búskap þeirra, sem endurspeglist m.a. í eigin raforkuframleiðslu.  
 
Einstakt ræktunarstarf á hálendi Íslands
 
Völundur hlýtur viðurkenninguna fyrir einstakt ræktunarstarf á hálendi Íslands í 640 metra hæð. M.a. hafi honum tekist að fá birki til að þríf­ast auk um 200 tegunda á svæði sem áður var talið ómögulegt til ræktunar. Þá hafi Völundur barist fyrir vernd hálendisins og sýnt framsýni í uppbyggingu skála og salernisaðstöðu á fjölförnum leiðum á hálendinu. Hann nýti sér einnig sjálfbæra orkugjafa og hafi með þrautseigju breytt hugmyndum um hvað sé mögulegt í ræktun á hálendi Íslands.
 
Við hæfi á alþjóðlegu ári jarðvegs
 
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að á alþjóðlegu ári jarðvegs sé við hæfi að heiðra slíka einstaklinga. Því af jarðveginum og moldinni spretti gróður og líf sem enginn okkar getur verið án. 
 
„Um aldir snerist líf og velsæld þjóðarinnar um frjósemi moldarinnar og afrakstur hennar, hvort sem var til beitar eða ræktunar. Góð umgengni um landið felst ekki bara í því að forðast að skilja eftir sig ljót spor eða sviðna jörð heldur ekki síður að leggja sitt af mörkum til að varðveita þann jarðveg sem við eigum og nýta af skynsemi.
 
Hér á landi hefur verið unnið að jarðvegsvernd í yfir heila öld. Fyrir frumkvæði, þrautseigju og útsjónarsemi frumkvöðla í jarðvegsvernd hér á landi hefur náðst að bjarga sveitum sem voru undirlagðar sandi. Með tímanum hefur aukin þekking og reynsla gert okkur kleift að takast betur á við að laga land og bæta. Það er aðdáunarvert það eljusama starf sem bændur, skógræktarfólk, vísindamenn og áhugafólk hafa af mikilli ástríðu og þolinmæði lagt á sig við að rækta upp, binda örfoka land og græða. Oft á tíðum hefur tekist að endurheimta verðmætt landbúnaðarland sem er lykilþáttur þess að hægt sé að stunda búrekstur í sveitum.
 
Þessir einstaklingar, líkt og þeir sem hlutu Náttúru­verndarviðurkenningar í ár, hafa lagt hug og hönd í verkið án þess að berja sér á brjóst, yrkt jörðina samkvæmt bestu mögulegu þekkingu og virkjað þann kraft sem býr í náttúrunni til að varðveita auðlindina til nota fyrir komandi kynslóðir. Þeir eru sannir náttúruverndarsinnar,“ segir ráðherra.
 
Á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september síðastliðinn voru einnig veitt fjölmiðlaverðlaun samkvæmt fyrirliggjandi tilnefningum. Þau hlutu Hallgrímur Indriðason, fréttamaður á RÚV, sem gerði deiluefni um virkjanakosti í Þjórsá góð skil í sjónvarpsfréttum 17. maí sl. 
 
Iceland Review, sem sagði frá eldgosinu í Holuhrauni í fjölda vandaðra og upplýsandi greina og með ljósmyndum sem komu hrikafegurð eldsumbrotanna og áhrifum þeirra á viðkvæma náttúru vel til skila.
Einnig fékk þáttaröðin „Lífríkið í sjónum við Ísland“, viðurkenningu, en hún var sýnd á sjónvarpsstöðinni N4. Það er röð stuttra þátta ætluð til vekja athygli á fjölbreyttu náttúrulífi neðansjávar. 
 
Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti
 
Það var í tilefni af 20 ára afmæli umhverfisráðuneytisins 23. febrúar 2010 að Svandís Svavarsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, ákvað að heiðra minningu Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti. 
 
Var þá ákveðið að afhenda náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti í fyrsta sinn á degi umhverfisins þann 25. apríl það ár. Afhending verðlaunanna hefur nú verið flutt yfir á Dag íslenskrar náttúru. Viðurkenningin er afhent einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar.
 
Sigríður Tómas­dóttir fæddist 24. febrúar 1871 í Brattholti. Sigríður var baráttukona og  náttúruverndarsinni sem lagði á sig mikið erfiði í baráttu gegn virkjun Gullfoss. Hún var því brautryðjandi á sviði náttúruverndarmála hér á landi og hefur æ síðan verið íslenskum náttúruverndarsinnum fyrirmynd.

 

4 myndir:

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...