Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Geitfjárstofninn á Íslandi telur innan við 1500 fjár.
Geitfjárstofninn á Íslandi telur innan við 1500 fjár.
Fréttir 10. nóvember 2020

Vel á fjórða tug geita verða skornar niður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hátt á fjórða tug geita munu vera á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur greinst í sauðfé.  Búið er að lóga 16 geitum til rannsókna og að sögn héraðsdýralæknis í Norðvesturumdæmi fannst ekki í þeim riða.

Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir í Norðvesturumdæmi, segist ekki hafa tölu um fjölda geita í Tröllaskagahólfi á hraðbergi en segir að þær séu á þó nokkrum bæjum. „Sem betur fer er ekki mörg tilfelli þar sem geitur hafa verið á bæjum þar sem riða hefur komið upp. Við höfum þegar lógað átta geitum sem hafa verið fluttar nýlega frá bæ þar sem riða kom upp og við rannsókn kom í ljós að þær voru riðufríar. Öðrum átta var svo lógað seinna og þær reyndust einnig lausar við riðu.“

Að sögn Jóns hefur fram til þessa hefur ekki greinst riða í íslenskum geitum til þessa.

Sjúkdómurinn hefur fundist geitum í Bandaríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi.

 

Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Ísland, segir að geitfjárstofninn á Íslandi telji innan við 1500 fjár og að því sé full ástæða til að hafa áhyggjur af honum enda sé hann tæknilega í útrýmingarhættu. Hún segir einnig að ekki hafi greinst riða í íslenskum geitum og ljóst sé að víðtækar rannsóknir skortir sárlega.

„Ekkert ráð virðist koma til greina annað en niðurskurður, en þurfa geiturnar endilega að fylgja sömu reglum og sauðfé? Þær eru öðruvísi, meira að segja genasamsetning þeirra er öðruvísi en sauðfjár,“ segir Anna.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...