Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verð á kókos upp úr öllu valdi
Fréttir 16. nóvember 2016

Verð á kókos upp úr öllu valdi

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Neysla á matvörum unnum úr kókoshnetum vex jafnt og þétt á Vesturlöndunum og er nú svo komið að framleiðslulöndin eiga erfitt með að anna eftirspurninni og tala sumir um að sannkölluð kókoskrísa sé nú í heiminum.

Síðastliðin ár hefur eftirspurnin verið meiri en framboðið og virðist sem hráefnið kókos sé vinsælt í margar vörutegundir. Þannig er kókos notaður í snyrtikrem, sápur, kökur og tískudrykkinn kókoshnetuvatn svo fátt eitt sé nefnt. Lágkolvetnabylgjan og fleiri megrunarkúrar hafa einnig lagt áherslu á hollustu kókosfitu sem er lág af kolvetnum. Það sem er einnig að gerast í heiminum er að margir framleiðendur eru nú að skipta út pálmaolíu fyrir kókosolíu og þannig eru sumir súkkulaði- og kexframleiðendur farnir að nota fyrrnefndu olíuna í stað kókosolíu. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað í hinum vestræna heimi eru kókosbændur í Austurlöndum í vandræðum með að anna eftirspurninni vegna plöntusjúkdóma, veðráttu og lélegrar innkomu. Þetta veldur því að verð vörunnar hefur aukist til muna á heimsmarkaði frá fyrri hluta þessa árs. Sem dæmi hefur innkaupsverð á kurluðum kókos farið úr 1900 dollurum tonnið í 2500 dollara frá því í apríl á þessu ári sem þýðir 31,58 prósenta hækkun á stuttum tíma. 

Skylt efni: Kókos

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...