Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verð á mjólk hækkar um áramót
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 23. desember 2019

Verð á mjólk hækkar um áramót

Höfundur: Ritstjórn

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að hækka lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 2,5%, úr 90,48 kr. í 92,74 kr.

Heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða, sem nefndin verðleggur, hækkar um 2,5%. Þær vörur, sem eru undir ákvörðun verðlagsnefndar, eru m.a. drykkjarmjólk, rjómi, hreint skyr, smjör, nýmjólkurduft og tvær tegundir af ostum með fituinnihaldi 45% og 30%. Verðbreytingar munu taka gildi 1. janúar 2020.

Gjaldaliðir hafa hækkað umtalsvert

Í fréttatilkynningu frá verðlagsnefnd segir að verðhækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. september 2018. Frá síðustu verðlagningu hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 5,9% og reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hækkað um 5,2%.

Verðlagsnefnd búvara er skipuð af landbúnaðarráðherra og starfar samkvæmt ákvæðum búvörulaga. Hún er skipuð sex mönnum og ákveður afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð nokkurra búvara í heildsölu.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.