Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Verð á mjólkurkvóta hækkar:
Fréttir 15. september 2015

Verð á mjólkurkvóta hækkar:

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í starfsskýrslu MAST fyrir síðasta ár kemur fram að viðskipti með greiðslumark mjólkur á svokölluðum kvótamarkaði drógust verulega saman í fyrra og fram á þetta ár. Töluverð umskipti urðu svo við opnun tilboða á kvótamarkaði 1. september síðastliðinn. 
 
Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2015  hefur komið fram jafnvægisverð á markaði krónur 200 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Er það 50 krónum hærra verð en á markaði 1. apríl 2015. Mikil umframeftirspurn skapaðist á markaðnum. Í boði voru einungis 367.368 lítrar, en óskað var eftir greiðslumarki upp á 950.000 lítra. Var framboðið 107,1% miðað við framboð á síðasta kvótamarkaði en eftirspurnin nú nam 155,7% miðað við síðast. Alls bárust Matvælastofnun 24 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki. Fjöldi gildra tilboða um sölu voru 9 og 15 gild tilboð um kaup. Kauphlutfall viðskipta var 90,71%.
 
Ástæðan fyrir dræmari viðskiptum með kvótalækkun á kvótaverði í fyrra var fyrst og fremst aukin framleiðsla utan kvóta í kjölfar mjög aukinnar eftirspurnar eftir mjólk til vinnslu. 
 
Alls urðu viðskipti á árinu með 98.873 lítra mjólkur á árinu 2014 á móti 1.807.807 lítra árið 2013. Fór tilboðum jafnt og þétt fækkandi eftir því sem leið á árið.  Til sölu voru á árinu boðnir 2.317.868 lítrar en tilboð bárust einungis um kaup á 200.854 lítrum. Eftirspurnin var því aðeins brot af því sem í framboði var. Á árinu 2013 var þetta þveröfugt. Þá voru boðnir 1.807.520 lítrar til sölu á kvótamarkaði en eftirspurnin var margföld sú tala og bárust þá tilboð í 4.104.976 lítra.
 
Verður greiðslumarkið lækkað?
 
Kvótinn á síðasta ári var því orðinn harla verðlítill, en  það gæti hæglega breyst ef greiðslumarkið verður lækkað í haust. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins er talið líklegt að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) geri tillögu um lækkun greiðslumarks nú í september. Greiðslumarkið var 140 milljónir lítra fyrir árið 2015 en áætluð sala mjólkurafurða er 136 milljónir lítra. Virðist framboð og eftirspurn því vera komin í nokkurt jafnvægi og jafnvel að einhvers samdráttar muni gæta í sölu mjólkurafurða á þessu ári. Fregnir af mögulegri lækkun greiðslumarks virðast þegar vera farin að hafa áhrif á kvótaverðið. 
 
Matvælastofnun annast viðskipti með greiðslumark skv. reglugerð. Kvótamarkaðir með greiðslumark mjólkur skulu haldnir þrisvar á ári, þann 1. apríl, 1. september og 1. nóvember. 

Skylt efni: mjólkurkvóti

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...