Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Japanir eru hrifnir af hrossakjöti og borða góða vöðva hráa.
Japanir eru hrifnir af hrossakjöti og borða góða vöðva hráa.
Fréttir 24. nóvember 2017

Verð fyrir hrossakjöt á Japansmarkað hækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhúsið á Hellu hafa hækkað skilaverð fyrir hrossakjöt úr 105 krónum fyrir kílóið í 126 krónur fyrir hross sem flokkast á Japansmarkað.

Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, fagnar því að hærra verð fáist fyrir hrossakjöt og að það sé í gangi vöruþróun við vinnslu á kjötinu. „Japanirnir geta og eru tilbúnir til að taka við talsvert meiru af hrossakjöti en þeir gera í dag. Viðskiptin eru enn í þróun og Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið þar í fararbroddi.“

Japanskir kjötskurðarmenn

„Hér voru japanskir kjötskurðarmenn á ferð fyrir skömmu og þeir hafa reyndar komið hér áður. Þannig að það er verið að vinna í þessu og ganga lengra í viðskiptunum.

Okkur er mjög umhugað um að hrossaskrokkurinn verði nýttur sem allra best og betur en gert hefur verið fram til þessa. Japanirnir nýta skrokkinn mun betur en við og kaupa alla fitu, tungur, lifur og alla vöðva af hrossum sem flokkast inn á þann markað og við flytjum allt saman út frosið.“

Betri nýting fyrir Japansmarkað

Sveinn segir að á sama tíma í fyrra hafi skilaverð fyrir hrossakjöt verið 65 krónur fyrir kílóið og engin úrvinnsla að ráði á kaupinu. „Á þeim tíma voru aðeins notaðir vöðvar eins og lundir og file sem fóru á veitingahúsamarkaðinn. Í Japan er aftur á móti mun meira af hrossinu nýtt sem hingað til hefur verið hent og nýting sláturhrossa því mun betri.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...