Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Innflutt grænmeti hækkaði umtalsvert meira á tímabilinu en innlent grænmeti.
Innflutt grænmeti hækkaði umtalsvert meira á tímabilinu en innlent grænmeti.
Fréttir 3. desember 2020

Verðþróun á dagvörumarkaði: Innfluttar vörur í flestum tilvikum hækkað mun meira

ASÍ hefur skilað skýrslu til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) um verðkönnun á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum á tímabilinu frá desember 2019 til ágúst 2020. Skýrslan sýnir að í flestum tilvikum hafa innfluttar búvörur hækkað mun meira í verði en innlendar, mestur er munurinn á innfluttu og innlendu grænmeti.

 

Verðbreyting frá desember 2019 til september 2020:

 

Vöruflokkur í könnun
Innfluttar vörur
Innlendar vörur

Nautakjöt

2,20%

1,60%

Svínakjöt

7,90%

3,70%

Alifuglakjöt

-1,30%

3,30%

Unnar kjötvörur

4,80%

5,10%

Ostar

9,00%

6,50%

Tómatar

15%

-1%

Gulrætur

26%

5%

Sveppir

10%

1%

Paprikur

19%

-3%

Ísl. rófur

-

-11%

 

Skýrslan er unnin samkvæmt þjónustusamningi sem ASÍ og ANR gerðu í lok árs 2019. Í skýrslunni kemur fram að framboð eða úrval á þeim landbúnaðarvörum sem könnunin náði hafi aukist töluvert á tímabilinu, bæði er varðar innfluttar og innlendar vörur. Framboð á innfluttum vörum jókst verulega í mörgum vöruflokkum, mest á innfluttu svínakjöti og fuglakjöti, en framboð af nautakjöti og ostum jókst einnig mikið. Framboð innlendra vara virðist í flestum tilvikum aukast á sama tíma. 

Skýrslan er unnin samkvæmt þjónustusamningi sem ASÍ og ANR gerðu í lok árs 2019. Í skýrslunni kemur framframboð eða úrval á þeim landbúnaðarvörum sem könnunin náði hafi aukist töluvert á tímabilinu, bæði er varðar innfluttar og innlendar vörur. Framboð á innfluttum vörum jókst verulega í mörgum vöruflokkum, mest á innfluttu svínakjöti og fuglakjöti, en framboð af nautakjöti og ostum jókst einnig mikið. Framboð innlendra vara virðist í flestum tilvikum hafa aukist á sama tíma. 

Verðhækkanir á innfluttu svínakjöti og innfluttum ostum var samkvæmt skýrslunni töluvert meiri en á innlendum vörum í sömu flokkum. Minni munur var á verðhækkunum á innfluttu og innlendu nautakjöti. Innfluttar unnar kjötvörur (reykt kjöt, álegg, pylsur o.þ.h.) hækkuðu minna í verði en þær innlendu. Innflutt alifuglakjöt lækkaði í verði á meðan innlent alifuglakjöt hækkaði í verði. Mestar verðhækkanir voru á ostum í könnuninni, en innfluttir ostar hækkuðu um 9prósent samanborið við 6,5 prósent hækkun á innlendum ostum. 

Þá kemur fram að á því tímabili sem verðtakan fór fram veiktist gengi krónunnar um 16,7 prósent. Veiking krónunnar hafitilhneigingu til að fara nokkuð hratt út í verðlag á dagvörumarkaði. 

Almennt virðist innflutt grænmeti hækkað umtalsvert meira á tímabilinu en innlendar vörur. Framboð reyndist hins vegar nokkuð óstöðugt og liggja ekki eins góð verðgögn fyrir um grænmeti, líkt og fyrir kjöt og osta. 

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...