Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Verðum að koma á landbúnaðarstefnu sem styður bændur til að sækja fram
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 1. mars 2015

Verðum að koma á landbúnaðarstefnu sem styður bændur til að sækja fram

Höfundur: Vilmundur Hansen

Setning Búnaðarþings fór fram við hátíðlega athöfn  í Silfurbergi Hörpunni í dag. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands flutti setningarræðu þar sem hann ræddi m.a um stöðu landbúnaðar á Íslandi í dag. Vel á fimmtahundrað manns voru við setninguna.

Kjörorð Búnaðarþings að þessu sinni er Opinn landbúnaður og vísar til verkefnis Bændasamtaka Íslands og fjölda bænda sem bjóða fólki að koma í heimsókn á býli sín og að forustumenn í íslenskum landbúnaði eru ávallt reiðubúnir til viðræðna sem snerta landbúnað.

Aðrir sem ávörpuðu setninguna voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra. Auk þess sem boðið var upp á tónlistar- og skemmtiatriði.

Bændur leggja sig fram við að framleiða gæðavöru
Sindri lagði áherslu á að hér yrði að koma á landbúnaðarstefnu sem styður bændur til að sækja fram. Þá benti hann einnig á þá óvægnu umræðu sem uppi hefur verið af hendi forsvarsmanna verslunar í landinu þrátt fyrir að landið sé síður en svo lokað fyrir innflutningi á búvörum. „Til þess að áfram sé hægt að nýta tækifæri í íslenskri matvælaframleiðslu þarf auðvitað landbúnaðarstefnu sem styður bændur til að sækja fram. Það yrði ekkert sérstakt við Ísland og íslenska matargerð ef að hún byggðist ekki á innlendum landbúnaðarafurðum, heldur á innfluttu hráefni. Málsvarar tiltekinna stórkaupmanna hafa gengið hart fram í þeim málflutningi að hagur okkar hér á Íslandi felist í því að flytja sem mest inn af matvöru frekar en að framleiða hana sjálf. Þetta hafa þeir oft gert undir þeim formerkjum að þeir beri hag neytenda fyrir brjósti  þrátt fyrir að flest bendi til þess að þeir séu að aðeins að hugsa um eigin hag. En hverjir eru hagsmunir neytenda í þessum efnum? Eru þeir kannski miklu nær bændum en stórkaupmönnum? Bændur leggja sig fram við að framleiða gæðavöru á góðu verði. Til marks um það þá hækkaði verðlag á íslenskum landbúnaðarafurðum miklu minna enn innflutt matvæli í því verðbólgubáli sem hér geisaði í kjölfar efnahagshrunsins þrátt fyrir að kostnaður bænda hafi hækkað verulega á þessum tíma. Þá gef ég ekkert fyrir það að á Íslandi sé eitthvað sérstaklega lokað fyrir innflutning. Við höfum séð sprengingu á innflutningi á sumum búvörum. Í fyrra nam verðmæti innfluttra búvara nærri 52 milljörðum króna. Markaðurinn er ekki lokaðri en svo að innflutningur á kjöti, sem þó nýtur tollverndar hefur fjórfaldast frá 2010 og hlutdeild innflutnings af heildarmarkaði nauta-, svína- og alifuglakjöts er komin yfir 20%.

Verðum að nýta þau tækifæri sem liggja í greininni
Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók í sama streng og Sindri, og minnti á hvernig matvælamarkaðurinn getur sveiflast og þess vegna eigum við að fjárfesta í landbúnaði sem þjóð vegna þjóðhagslegs mikilvægi þess.

„Aðeins 10% af matvælaframleiðslu heimsins eru flutt milli landa, og mun lægra hlutfall þeirra matvæla sem við framleiðum hér. Með öðrum orðum, 90% af matvælum eru framleidd fyrir heimamarkað. Hér á Íslandi er aðeins um helmingur, eða 50% þeirra matvæla sem við neytum framleidd innanlands.

Í stað þess að eyða ótrúlegum kröftum í að reyna að koma þessu hlutfalli niður í 45%, eða neðar, ættu talsmenn annarra atvinnugreina að standa með íslenskum landbúnaði og vinna að því með greininni að nýta þau tækifæri sem liggja í íslenskri matvælaframleiðslu.

Iðnaðurinn segir: „Veljum íslenskt“, að sjálfsögðu segja þeir það og við styðjum þá í því.  Verslunin hvetur fólk til að versla á Íslandi, kaupa íslenska þjónustu, og ekkert nema gott um það að segja.
En það skýtur vægast sagt skökku við þegar samtök sem ætlast til þess að Íslendingar hugsi til hagsmuna samfélagsins þegar valið snýst um hvar þeir kaupa skuli um leið gera það að sérstöku átaksverkefni að koma í veg fyrir sömu samfélagshugsun þegar menn ákveða hvað þeir kaupa.“

Bændur þurfa að vera gæslumenn landsins
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segði meðal annars í sínu ávarpi. „Íslendingar hafa horft til fjölgunar ferðamanna og að ferðaþjónusta verði ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Sá málaflokkur allur hefur tekið risastökk og er nú svo komið að öllum er ljóst að í óefni stefnir með umgengni lands ef ekki verður við brugðið. Þetta á ekki síst við um sveitir landsins sem ferðamennirnir sækjast eftir að heimsækja. Víða má þess finna dæmi að þar sem áður sást varla ferðamaður eru komnir hópar sem vilja sjá fjörur – föll  – ár og dali – seli og fugla og þar sem áður var lítt troðið land er þar nú að finna fjölda manna á alls konar farartækjum í leit að nýjum og nýjum sjónarhornum. Hér þurfa – allir - ekki síst bændur að vera gæslumenn landsins.

Yfirbragð sveita og ásýnd mannvirkja til sveita er sífellt að taka stakkaskiptum til hins betra. Þarna reynir á bændur og búalið. Spyrja má hvort bændur eigi ekki að taka frá fasta daga sem ætlaðir eru í tiltekt og fegrun býlisins. Sú vinna þarf ekki að kosta mikið – en skilar sér í betri líðan og stolti viðkomanda á eign sinni. Staða þessara mála er mun betri en áður var enda vitund manna um umhverfismál í víðasta skilningi, betri efnahag og tækjakosti og önnur aðstaða bænda til að sinna þessum mikilvæga þætti meiri en var.“

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...