Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vetrarfóðraðar kindur hafa ekki verið færri í 70 ár
Fréttir 6. febrúar 2020

Vetrarfóðraðar kindur hafa ekki verið færri í 70 ár

Heildarframleiðsla á kindakjöti árið 2019 var 9.719 tonn sem er samdráttur um 7,3% frá fyrra ári. Sala var 7.100 tonn, sem er örlítill samdráttur frá fyrra ári.  Hlutdeild kindakjöts af heildarsölu af innlendri framleiðslu er 24,5%.

Ef aðeins er horft til dilkakjöts var framleiðsla ársins alls 8.376 tonn sem var 6,8% samdráttur frá fyrra ári og sala innanlands 6.401 tonn sem er 0,5% samdráttur frá fyrra ári. Ef horft er til sölu innanlands á lambakjöti frá 1. september er salan 7% meiri núna en á sama tímabili og í fyrra. 

30% samdráttur í útflutningi á kindakjöti

Heildarútflutningur á kindakjöti var 2.456 tonn, sem er 30% samdráttur frá fyrra ári.
„Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem við var að búast,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (LS).

„Samdráttur í framleiðslu dregur verulega úr útflutningi. Við höfum verið að fást við markaðsbresti í greininni sem m.a. varð vegna hruns á erlendum mörkuðum fyrir lambakjöt.  Það má segja að við séum farin að nálgast jafnvægi á þessum markaði.

Mælingar Hagstofu Íslands sýna að smásöluverð á lambakjöti er að hækka. Hækkun frá janúar 2019 til janúar 2020 er um 6,2%. Þetta gerir nú ekki mikið meira en að halda í við kostnaðarhækkanir og verðlagsþróun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,6% á sama tímabili  og launakostnaður hefur aukist verulega.

Tveir sláturleyfishafar hafa nú boðað að þeir muni greiða álagsgreiðslur á slátrun haustsins 2019. Annars vegar SAH sem greiða 3% uppbætur og hins vegar Sláturfélag Vopnafjarðar sem greiðir 25 kr/kg.  Þetta gefur til kynna að ástandið fari batnandi, en auðvitað er langt í að afurðaverð teljist viðunandi,“ segir Unnsteinn.

„Meðalverð til bænda haustið 2019 var um 449 kr/kg. Við erum búin að sjá hækkun á afurðaverð síðastliðin tvö haust eftir að hér varð hrun í afurðaverði haustið 2016 og 2017.

Þessi hækkun hefur hins vegar lítið annað gert en að fylgja verðlagi.  Árið 2015 var meðalafurðaverð 604 kr/kg.

Ef afurðaverð á að fylgja almennri verðlagsþróun í landinu frá árinu 2015 þá þarf það að vera um 660 kr/kg á komandi hausti. 

Vetrarfóðraðar kindur ekki færri í 70 ár

„Vetrarfóðruðum kindum fækkar um 3–5% milli ára sem gefur okkur það að framleiðslan á komandi hausti minnkar um 300 tonn og verður um 8.100 tonn af dilkakjöti. Vetrarfóðraðar kindur hér á landi árið 2020 eru um 419 þúsund og þarf að fara allt aftur til niðurskurðaráranna 1949–1951 til að finna lægri tölur um ásetning alla síðustu öld. – Það er mikið undir að bændur sjái verulega leiðréttingu á afurðaverði á komandi hausti. Ef fé fækkar mikið meira getur orðið erfitt fyrir þá sem eftir eru að standa undir sameiginlegum verkefnum,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...