Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vetrarfóðraðar kindur hafa ekki verið færri í 70 ár
Fréttir 6. febrúar 2020

Vetrarfóðraðar kindur hafa ekki verið færri í 70 ár

Heildarframleiðsla á kindakjöti árið 2019 var 9.719 tonn sem er samdráttur um 7,3% frá fyrra ári. Sala var 7.100 tonn, sem er örlítill samdráttur frá fyrra ári.  Hlutdeild kindakjöts af heildarsölu af innlendri framleiðslu er 24,5%.

Ef aðeins er horft til dilkakjöts var framleiðsla ársins alls 8.376 tonn sem var 6,8% samdráttur frá fyrra ári og sala innanlands 6.401 tonn sem er 0,5% samdráttur frá fyrra ári. Ef horft er til sölu innanlands á lambakjöti frá 1. september er salan 7% meiri núna en á sama tímabili og í fyrra. 

30% samdráttur í útflutningi á kindakjöti

Heildarútflutningur á kindakjöti var 2.456 tonn, sem er 30% samdráttur frá fyrra ári.
„Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem við var að búast,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (LS).

„Samdráttur í framleiðslu dregur verulega úr útflutningi. Við höfum verið að fást við markaðsbresti í greininni sem m.a. varð vegna hruns á erlendum mörkuðum fyrir lambakjöt.  Það má segja að við séum farin að nálgast jafnvægi á þessum markaði.

Mælingar Hagstofu Íslands sýna að smásöluverð á lambakjöti er að hækka. Hækkun frá janúar 2019 til janúar 2020 er um 6,2%. Þetta gerir nú ekki mikið meira en að halda í við kostnaðarhækkanir og verðlagsþróun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,6% á sama tímabili  og launakostnaður hefur aukist verulega.

Tveir sláturleyfishafar hafa nú boðað að þeir muni greiða álagsgreiðslur á slátrun haustsins 2019. Annars vegar SAH sem greiða 3% uppbætur og hins vegar Sláturfélag Vopnafjarðar sem greiðir 25 kr/kg.  Þetta gefur til kynna að ástandið fari batnandi, en auðvitað er langt í að afurðaverð teljist viðunandi,“ segir Unnsteinn.

„Meðalverð til bænda haustið 2019 var um 449 kr/kg. Við erum búin að sjá hækkun á afurðaverð síðastliðin tvö haust eftir að hér varð hrun í afurðaverði haustið 2016 og 2017.

Þessi hækkun hefur hins vegar lítið annað gert en að fylgja verðlagi.  Árið 2015 var meðalafurðaverð 604 kr/kg.

Ef afurðaverð á að fylgja almennri verðlagsþróun í landinu frá árinu 2015 þá þarf það að vera um 660 kr/kg á komandi hausti. 

Vetrarfóðraðar kindur ekki færri í 70 ár

„Vetrarfóðruðum kindum fækkar um 3–5% milli ára sem gefur okkur það að framleiðslan á komandi hausti minnkar um 300 tonn og verður um 8.100 tonn af dilkakjöti. Vetrarfóðraðar kindur hér á landi árið 2020 eru um 419 þúsund og þarf að fara allt aftur til niðurskurðaráranna 1949–1951 til að finna lægri tölur um ásetning alla síðustu öld. – Það er mikið undir að bændur sjái verulega leiðréttingu á afurðaverði á komandi hausti. Ef fé fækkar mikið meira getur orðið erfitt fyrir þá sem eftir eru að standa undir sameiginlegum verkefnum,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...