Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson og Oddný Anna Björnsdóttir ræða m.a. um stöðu frumkvöðla í íslenskum landbúnaði í nýjum hlaðvarpsþætti Víða ratað.
Sveinn Margeirsson og Oddný Anna Björnsdóttir ræða m.a. um stöðu frumkvöðla í íslenskum landbúnaði í nýjum hlaðvarpsþætti Víða ratað.
Mynd / TB
Fréttir 27. desember 2019

Víða ratað: Oddný Anna vill að neytendur séu meðvitaðir um hvaðan maturinn kemur

Höfundur: Ritstjórn

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri nýrra Samtaka smáframleiðenda matvæla og bóndi í Gautavík, er viðmælandi Sveins Margeirssonar í öðrum hlaðvarpsþætti Víða ratað.

Oddný Anna er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði í áratug hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, meðal annars úti í Kaliforníu. Hún ákvað að venda sínu kvæði í kross þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2010 og einsetti sér að starfa í matvælageiranum og hafa þar áhrif til góðs.

„Ég sá að það var ýmislegt að í matvælageiranum hvað varðar umhverfismálin, dýravelferð og hollustu matvæla. Hvernig maturinn hafði breyst án þess að neytendur, og þar með talið ég, höfðu gert sér grein fyrir því. Ég varð eiginlega svolítið reið og fannst að ég hafði verið blekkt. Ég hafði svo mikið traust til þess sem stóð á matvælum og ég komst að því að það voru vaxandi hreyfingar úti um allt sem voru að stuðla að betra umhverfi og aukinni upplýsingu neytenda. Að gera neytendur meðvitaða um hvaðan maturinn kemur og hvað er í honum og hvaða áhrif það hefur á heilsu, umhverfi og dýravelferð. Ég ákvað að slást í hópinn og svo leiddi eitt af öðru.“


Oddný Anna er nýráðin framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Oddný fór fljótlega að starfa í lífræna- og heilsugeiranum og kom að stofnun Samtaka lífrænna neytenda. Hún starfaði síðan sem framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Yggdrasil og síðar sem ráðgjafi hjá Krónunni. Nú er hún bóndi í Gautavík í Berufirði þar sem hún og eiginmaður hennar hafa m.a. gert tilraunir með hamprækt. Að auki sinnir hún ráðgjafarstörfum og fer fyrir starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um bættar upprunamerkingar matvæla.

Hlaðvarpsþættir Bændablaðsins eru vistaðir eru undir heitinu „Hlaðan“ og eru aðgengilegir á SoundCloud og í helstu streymisveitum, s.s. Spotify, Apple Podcasts, Braker, Pocket Casts, RadioPublic og Google Podcasts.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.