Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Viðbótarstuðningur við nautakjötsframleiðendur
Fréttir 8. mars 2024

Viðbótarstuðningur við nautakjötsframleiðendur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur ákveðið að leggja til 100 milljónir króna í stuðning við nautgripabændur á sláturálag, á móti þeim 50 milljónum sem stjórn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum hefur ákveðið að ráðstafa úr búvörusamningi.

Forsagan er sú að stjórnvöld tilkynntu í byrjun desember um stuðningsgreiðslur til bænda vegna þeirra fjárhagserfiðleika sem búgreinar glímdu við í kjölfar óhagstæðra efnahagsaðstæðna. Í þeim var nánast ekkert til að koma til móts við vanda nautakjötsframleiðenda. „Það kom vissulega aukning á gripagreiðslum holdakúa en sú framleiðsla er enn þá lítill hluti af heildar nautakjötsframleiðslunni. Stjórnin vakti strax athygli á þessu og einnig kom fram gagnrýni hjá bændum,“ segir Rafn Bergsson.

Rafn Bergsson.

„Í framhaldinu ákvað stjórn að leggja til að ráðstafa 50 milljónum af framleiðslujafnvægislið búvörusamninga inn á sláturálag og óska eftir að ráðuneytið kæmi með fjármagn á móti til að koma á móts við vanda nautakjötsframleiðenda,“ heldur Rafn áfram.

„Þetta fjármagn alls, 150 milljónir, bætist við sláturálagspottinn sem fyrir er á árinu 2024. Þetta fer á þá gripi sem standast gæðakröfur sem til þeirra eru gerðar.“

Fjármagnið fer á alla gripi sem standast kröfur, óháð kúakyni, og verður samtals 394,1 milljón króna í stað 244,1 milljón króna.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...