Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Halldór Jóhannsson á Þórshöfn ánægður með kaup dagsins. Hann nýtir sér komur grænmetisbílsins í þorpið. Margrét Hjaltadóttir og Sara Stefánsdóttir afhenda grænmetið.
Halldór Jóhannsson á Þórshöfn ánægður með kaup dagsins. Hann nýtir sér komur grænmetisbílsins í þorpið. Margrét Hjaltadóttir og Sara Stefánsdóttir afhenda grænmetið.
Mynd / Akursel
Fréttir 10. nóvember 2021

Viðskiptavinir með bros á vör

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það er virkilega gaman og gefandi að hitta svona mikið af frábæru fólki á haustin, sem tekur manni með kostum og kynjum,“ segja þær Sara Stefánsdóttir og Margrét Hjaltadóttir, sem fara ferðir hingað og þangað á Grænmetisbílnum.

Sara og eiginmaðurinn, Árni Sigurðsson, ásamt foreldrum hennar eru með lífræna ræktun á rófum og gulrótum í landi Flögu í Þistilfirði, en selt er undir nafni Akursels þar sem þau voru staðsett áður. Þær hafa farið í söluferðir til þéttbýlisstaða bæði um nágrannabyggðir og lengra til. Ræktunin í ár gekk einkar vel og var uppskera með mesta móti, sem þær stöllur segja að helst megi þakka sérlega góðu sumarveðri norðan heiða.

Vildi prófa hvort þetta gengi hér

Hugmyndin um grænmetisbílinn kviknaði fyrir nokkrum árum, árið 2015, þegar fjölskyldan var enn með ræktun sína í Akurseli í Öxarfirði en þá var ekið til nokkurra þéttbýlisstaða, Húsavíkur og einnig til Þórshafnar og Raufarhafnar og prófað að selja beint úr bílnum, lífrænt ræktaðar rófur og gulrætur.

„Ég hafði lesið um að þessi háttur væri hafður á í Evrópu og fannst sniðugt að prófa hvort þetta gengi hér,“ segir Sara og bætir við að í fyrstu hafi umfangið verið lítið. „Þetta var bara smátt í sniðum hjá okkur fyrst.“

Árið 2017 var ræktunin flutt og þau komu sér fyrir á jörðinni Flögu í Þistilfirði. Það ár voru þau lítið á ferðinni með grænmetisbílinn. Margrét, sem ólst upp á Flögu og er frænka Söru, kom inn í dæmið árið 2018. „Við höfum verið í þessu saman síðan og höfum haft mjög gaman af,“ segja þær.

Halla Rún Halldórsdóttir er ein af dyggum viðskiptavinum Akursels. Hér er hún með þeim Margréti og Söru sem voru á ferðinni á Þórshöfn á dögunum.

Fleiri staðir komnir inn

Fleiri stöðum var bætt við, þær hafa rúntað til Vopnafjarðar og síðastliðin tvö ár er farin ferð í Mývatnssveit, til Akureyrar og einnig er Vík í Mýrdal komin inn á kortið.

Áfram er farið á Þórshöfn, Kópasker og þá er vaninn að heimsækja Raufarhöfn þegar Hrútadagar standa yfir.

„Okkur er alls staðar vel tekið og við tókum sérstaklega eftir því hvað það lífgaði mikið upp á tilveruna þegar kórónuveirufaraldurinn stóð yfir og við mættum með grænmetispokann á tröppunum. Fólk kunni vel að meta það.“ 

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...