Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Halldór Jóhannsson á Þórshöfn ánægður með kaup dagsins. Hann nýtir sér komur grænmetisbílsins í þorpið. Margrét Hjaltadóttir og Sara Stefánsdóttir afhenda grænmetið.
Halldór Jóhannsson á Þórshöfn ánægður með kaup dagsins. Hann nýtir sér komur grænmetisbílsins í þorpið. Margrét Hjaltadóttir og Sara Stefánsdóttir afhenda grænmetið.
Mynd / Akursel
Fréttir 10. nóvember 2021

Viðskiptavinir með bros á vör

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það er virkilega gaman og gefandi að hitta svona mikið af frábæru fólki á haustin, sem tekur manni með kostum og kynjum,“ segja þær Sara Stefánsdóttir og Margrét Hjaltadóttir, sem fara ferðir hingað og þangað á Grænmetisbílnum.

Sara og eiginmaðurinn, Árni Sigurðsson, ásamt foreldrum hennar eru með lífræna ræktun á rófum og gulrótum í landi Flögu í Þistilfirði, en selt er undir nafni Akursels þar sem þau voru staðsett áður. Þær hafa farið í söluferðir til þéttbýlisstaða bæði um nágrannabyggðir og lengra til. Ræktunin í ár gekk einkar vel og var uppskera með mesta móti, sem þær stöllur segja að helst megi þakka sérlega góðu sumarveðri norðan heiða.

Vildi prófa hvort þetta gengi hér

Hugmyndin um grænmetisbílinn kviknaði fyrir nokkrum árum, árið 2015, þegar fjölskyldan var enn með ræktun sína í Akurseli í Öxarfirði en þá var ekið til nokkurra þéttbýlisstaða, Húsavíkur og einnig til Þórshafnar og Raufarhafnar og prófað að selja beint úr bílnum, lífrænt ræktaðar rófur og gulrætur.

„Ég hafði lesið um að þessi háttur væri hafður á í Evrópu og fannst sniðugt að prófa hvort þetta gengi hér,“ segir Sara og bætir við að í fyrstu hafi umfangið verið lítið. „Þetta var bara smátt í sniðum hjá okkur fyrst.“

Árið 2017 var ræktunin flutt og þau komu sér fyrir á jörðinni Flögu í Þistilfirði. Það ár voru þau lítið á ferðinni með grænmetisbílinn. Margrét, sem ólst upp á Flögu og er frænka Söru, kom inn í dæmið árið 2018. „Við höfum verið í þessu saman síðan og höfum haft mjög gaman af,“ segja þær.

Halla Rún Halldórsdóttir er ein af dyggum viðskiptavinum Akursels. Hér er hún með þeim Margréti og Söru sem voru á ferðinni á Þórshöfn á dögunum.

Fleiri staðir komnir inn

Fleiri stöðum var bætt við, þær hafa rúntað til Vopnafjarðar og síðastliðin tvö ár er farin ferð í Mývatnssveit, til Akureyrar og einnig er Vík í Mýrdal komin inn á kortið.

Áfram er farið á Þórshöfn, Kópasker og þá er vaninn að heimsækja Raufarhöfn þegar Hrútadagar standa yfir.

„Okkur er alls staðar vel tekið og við tókum sérstaklega eftir því hvað það lífgaði mikið upp á tilveruna þegar kórónuveirufaraldurinn stóð yfir og við mættum með grænmetispokann á tröppunum. Fólk kunni vel að meta það.“ 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...