Feðgarnir Bergur Þór Björnsson og Birgir Smári Bergsson hafa í nógu að snúast við að undirbúa sölu á jólatrjám í desember. Þeir starfa hjá Skógræktarfélagi
Árnesinga sem ræktar skóg á Snæfoksstöðum í Grímsnesi.
Feðgarnir Bergur Þór Björnsson og Birgir Smári Bergsson hafa í nógu að snúast við að undirbúa sölu á jólatrjám í desember. Þeir starfa hjá Skógræktarfélagi Árnesinga sem ræktar skóg á Snæfoksstöðum í Grímsnesi.
Mynd / ál
Viðtal 6. desember 2024

Framleiðsla jólatrjáa tekur áratug

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Skógræktarfélag Árnesinga selur hátt í þúsund jólatré á ári hverju. Stærsti hlutinn er stafafura sem er ræktuð í jólatrjáareitum. Þeir eru nýttir í nokkur ár áður en plantað er aftur.

„Við byrjum að höggva jólatré í byrjun nóvember og erum alveg á fullu fram að jólum. Við hjuggum 800 stykki í fyrra og reiknum með að fara yfir þúsund í ár,“ segir Bergur Þór Björnsson skógarvörður. Jólatrén verða seld á Snæfoksstöðum síðustu þrjár helgarnar fyrir jól, en einhver hluti fer í endursölu.

Til þess að geta orðið jólatré þarf tréð að vera beint, vel formað, af réttum lit og með fallegan topp.

Smekkur fólks er hins vegar mjög misjafn og segist Bergur alltaf höggva einhver tré sem eru ekki falleg í hans augum. Birna Kjartansdóttir, rekstrarstjóri Skógræktarfélags Árnesinga, bendir á að fólki sé boðið að höggva sín eigin tré á Snæfoksstöðum og kemur það henni oft á óvart hvernig jólatré verði fyrir valinu.

Birgir Smári Bergsson, Bergur Þór Björnsson og Birna Kjartansdóttir hjá Skógræktarfélagi Árnesinga hafa í nógu að snúast við framleiðslu jólatrjáa.

Höggva öll trén á afmörkuðu svæði

„Við þurfum að huga að jólum tíu ár fram í tímann,“ segir Bergur, en eitt fyrsta skrefið er að tína köngla til að fá fræ. Þeim er komið til gróðrarstöðva sem framleiða úr þeim skógarplöntur sem eru afhentar eins til tveggja ára gamlar. Þeim er þá plantað á Snæfoksstöðum í jarðveg sem er búið að undirbúa.

Elstu trén á Snæfoksstöðum eru sextíu ára gömul og hafa náð tuttugu metra hæð.

„Í fyrsta lagi eftir átta ár getum við farið að höggva jólatré,“ segir Bergur, en þá eru trén í kringum einn og hálfan metra á hæð.

„Það eru viss svæði sem við plöntum í og við getum tekið úr sama reitnum í fjögur til fimm ár. Á vissum tímapunkti, þegar við erum búin að taka öll nothæf jólatré, höggvum við allt og byrjum aftur,“ segir Bergur. Ferlið tekur allt að fimmtán ár frá því trjánum er plantað á tiltekinn stað og reiturinn hreinsaður fyrir næstu kynslóð.

Skógur á 500 hekturum

Starfsemi Skógræktarfélags Árnesinga afmarkast við Snæfoksstaði í Grímsnesi, sem félagið keypti árið 1954. Stærsti hluti jarðarinnar hefur verið tekinn undir skóg, eða um 500 hektarar. Fyrstu áratugina var jólatrjáaframleiðslan að miklu leyti hugsuð sem grisjun vegna timburframleiðslu, en núna eru afmarkaðir reitir eingöngu fyrir ræktun jólatrjáa.

Skógræktarfélag Árnesinga eru regnhlífarsamtök fyrir skógræktardeildirnar sem afmarkast oft við gömlu hreppana í Árnessýslu. Að auki við framleiðslu á jólatrjám stendur skógræktarfélagið fyrir framleiðslu á borðviði, eldiviði, kurli og öðrum smávörum úr eigin skógum. Bergur bendir á að Skógræktarfélag Árnesinga sé alfarið rekið á þeim tekjum sem það afli og fái enga opinbera styrki.

5 hlutir sem Bergur getur ekki verið án

1. Samstarfsfólkið: „Maður vill ekki vera einn í þessu.“

2. Keðjusögin: „Hún er ómissandi..“

3. Hlífðarbúnaður: Hann er nauðsynlegur þegar notuð er keðjusög.

4. Kerra: Með henni eru trén flutt úr skóginum.

5. Kex: „Verst hvað búálfarnir borða alltaf frá okkur kexið.“

9 myndir:

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára
Viðtal 26. apríl 2022

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára

Baldur Sæmundsson, áfanga­stjóri í Menntaskólanum í Kópa­vogi, þar sem Hótel- og...

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein
Viðtal 8. apríl 2022

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein

Garðyrkjunám sem starfrækt er á Reykjum í Ölfusi mun tilheyra Fjölbrautaskóla Su...

Fann mína ástríðu í þessu starfi
Viðtal 8. desember 2021

Fann mína ástríðu í þessu starfi

„Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu þessu fólki í sveitunum, notið gestri...

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“
Viðtal 8. nóvember 2021

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“

„Erfðaskrá er til þess fallin að leysa úr mörgum málum sem annars tæki tíma og o...

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“
Viðtal 13. júní 2021

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“

Talið er að harmonikkur hafi fyrst komið til Íslands með frönskum sjómönnum sem ...

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur
Viðtal 19. mars 2021

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum
Viðtal 12. febrúar 2021

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum

Vigdís Häsler lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bændasamtaka Ísla...

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt
Viðtal 12. janúar 2021

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt