Harðfiskshjallur á Íslandi.
Harðfiskshjallur á Íslandi.
Mynd / Wikimedia COmmons - Chris 73
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skreið skráðar inn á lista UNESCO um óáþreifanlegan menningararf mannkyns.

Byggt er á samningi UNESCO frá árinu 2003 um varðveislu menningarerfða sem öðlaðist gildi á Íslandi árið 2006 í verkefninu um Lifandi hefðir. Til þess að komast á þennan lista þarf umsóknin að vera ítarleg og lýsa viðfangsefninu á breiðum grundvelli, framleiðslu og matreiðslu og ekki síst siðum og venjum tengdum viðfangsefninu.

Hefðir tengdar harðfiski samofnar sögunni

Í fréttabréfi Slow Food Reykjavík kemur fram að falast hafi verið eftir þátttöku Íslands í fyrrnefndu verkefni. Norðmenn leiði verkefnið en auk Íslands standi Ítalía, Nígería og Þýskaland að þessari umsókn. Markmiðið sé að efla tengsl íbúa þátttökulandanna og styrkja samfélög og hefðir tengdar skreið og harðfiski.

„Þrátt fyrir afar skamman fyrirvara ákváðum við að taka þátt enda á Ísland augljóslega erindi. Harðfiskur hefur verið verkaður hérlendis frá ómunatíð og hefðir tengdar honum samofnar sögu þjóðarinnar“, segir í fréttabréfinu.

Óskað eftir stuðningi við verkefnið

Biðlar Slow Food Reykjavík til samtaka, fyrirtækja og einstaklinga um stuðning vegna umsóknarinnar. Æskilegt sé að stuðningurinn komi frá aðilum sem tengjast umræddri hefð á margvíslegan og ólíkan máta.

„Af þeim sökum óskar stjórn Slow Food Reykjavík eftir aðstoð ykkar við að kortleggja framleiðslu á harðfiski og skreið. Eins hvernig þessar afurðir eru notaðar í dag og hafa verið notaðar. Allar upplýsingar má setja inn á Facebook-síðu verkefnisins: Harðfisks og skreiðar menning,“ segir í fréttabréfinu

Skylt efni: harðfiskur

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...