Linde Gas hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda svo leyft verði að byggja iðnaðarhúsnæði.
Linde Gas hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda svo leyft verði að byggja iðnaðarhúsnæði.
Mynd / hgs
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda í Grímsnesi.

Á svæðinu fer fram vinnsla fyrirtækisins á koltvísýringi úr vatni sem dælt er upp úr borholum á jörðinni. Í umsókninni óskar Linde Gas eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi á þann hátt að leyfð verði bygging á nýju 300 fm iðnaðarhúsnæði á lóðinni auk þess að leyfa stækkun við núverandi vinnsluhús um 100 fm. Þá verði heimilt að byggja aðstöðuhús fyrir starfsfólk og skrifstofu, allt að 70 fm. Allt að átta metra háir tankar verði þá leyfðir til geymslu á afurðum stöðvarinnar. Skv. upplýsingum frá skipulagsfulltrúa umhverfis- og tæknisviði Uppsveita barst umsókn Linde Gas um breytt deiliskipulag þann 11. september en ekki liggja fyrir neinar umsóknir vegna hugsanlegra framkvæmda á grundvelli hins nýja skipulags, enda slíkt ekki hægt fyrr en nýtt skipulag tekur gildi.

Tillaga um nýtt deiliskipulag er nú í auglýsingu hjá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps en hægt er að skila inn athugasemdum til 22. nóvember nk.

Skylt efni: Linde Gas

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...

Leitað að verndandi arfgerð
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Heilar 145 geita hafa verið rannsakaðir en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu...

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...