Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands.
Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 3. mars 2020

Vill fá alla bændur í Bændasamtökin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands, segist telja nauðsynlegt að bændur á Íslandi sameinist um að vera í einu sterku hagsmunafélagi bænda, sem eru Bændasamtök Íslands, þannig að við fáum sem flesta að borðinu og þannig breiðustu sýnina á hverjir hagsmunir bænda eru.

Hann segir að ekki hafi staðið til hjá sér að sækjast eftir formennsku í samtökunum en að hann hafi samþykkt það eftir að hafa fengið fjölda áskorana.

„Ég tel nauðsynlegt að bændur á Íslandi sameinist um að vera í einu sterku hagsmunafélagi bænda, sem eru Bændasamtök Íslands, þannig að við fáum sem flesta að borðinu og þannig breiðustu sýnina á hverjir hagsmunir bænda eru.

Gunnar segist telja að landbúnaður almennt eigi mörg sóknarfæri á Íslandi hvort sem það er í kjöti, grænmetisframleiðslu eða skógrækt.

„Ég tel einnig nauðsynlegt að við stokkum upp félagskerfi bænda. Í dag minnir mig að það séu 150 félög aðilar að Bændasamtökunum og því nauðsynlegt að straumlínulaga félagskerfið og gera bændur beint aðila að samtökunum en ekki í gegnum hliðarfélög.

Bændur verða að standa vörð um hagsmuni sína og eru Bændasamtökin besti kosturinn til þess. Eins og fram hefur komið er fjárhagslegur rekstur samtakanna erfiður um þessar mundir og til að laga það þurfum við að breyta félagsgjaldakerfinu þannig að það verði veltutengt.

Það er dýrt að standa vörð um hagsmunagæslu bænda og til að slíkt sé gerlegt verður að standa straum af því og næsta verkefni að sannfæra menn um að það sé betra að vera í Bændasamtökunum en standa utan þeirra.

Ég tel einnig að við þurfum að hafa breiða skírskotun til bænda innan stjórnar Bændasamtakanna og að þar sitji fulltrúar úr öllum geirum landbúnaðarins. Við þurfum einnig að horfa til nútímans og þeirra breytinga sem eiga sér stað í landbúnaði og neyslu á landbúnaðarvörum. Helst eigum við að framleiða allar landbúnaðarvörur sem við getum á Íslandi og vera þannig sjálfbær.“
 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.