Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Smæstu trillur eru ekki stórir vinnustaðir, en í flestum þeirra er hægt að leggja sig í stuttan tíma.
Smæstu trillur eru ekki stórir vinnustaðir, en í flestum þeirra er hægt að leggja sig í stuttan tíma.
Fréttir 12. desember 2019

Vinnan endalausa að tryggja góða heilsu og öryggi

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Eins og fram hefur komið hér í þessum pistlum hefur oft verið vitnað til írsku vefsíðunnar www.hsa.is, HSA (Helth and Safety Authority), opinber stofnun á Írlandi, stofnuð árið 1989 samkvæmt lögum um öryggi, heilbrigði og velferð á vinnustöðum og er undirdeild ráðherra/ráðuneytis atvinnuvega og nýsköpunar í Írlandi. Stofnunin hefur ýmis hlutverk sem m.a. ber ábyrgð á að tryggja að yfir 2 milljónir írskra starfsmanna ( sjálfstætt starfandi og stærri vinnustaða) séu verndaðir vegna vinnutjóns og vanheilsu. 
 
Hlutverk HSA er að framfylgja lögum um vinnuvernd, stuðla að slysavörnum og veita upplýsingar og ráðgjöf á öllum sviðum, þar með talið smásölu, heilsugæslu, framleiðslu, fiskveiðum, skemmtunum, námuvinnslu, byggingum, landbúnaði og matvælaþjónustu. Margt fræðandi má lesa á vefsíðu þeirra um ýmsa vinnuvermd og forvarnir.
 
Árleg ráðstefna sem skilað  hefur góðum árangri
 
Í síðustu viku boðaði HSA til árlegs fundar 150 manns úr nánast öllum hugsanlegum starfsgreinum til samráðsfundar og hlusta á ýmsa sérfræðinga halda fyrirlestra um framtíðarsýn í írsku atvinnulífi. Að loknum fundi á að greina hugsanlegar hættur á komandi árum frá þessum mismunandi aðilum. Í nokkur ár hefur þessi „rýnisfundur framtíðar“ verið haldinn og gefist vel sérstaklega fyrir landbúnaðinn sem er hættulegasta starfsgreinin á Írlandi. 
 
Á þessari ráðstefnu er farið yfir fyrri árangur úr öllum starfsgreinum og það góða frá hverri starfsgrein er reynt að laga að öðrum í þeirri von að ná árangri í fækkun slysa og aukinni vellíðan. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að fækka slysum og bæta vellíðan vinnandi fólks sem er yfir 50 ára, sem er sá hópur vinnandi sem er í mestri hættu á kulnun í starfi og heilsubresti, en einn af hverjum fimm vinnandi á Írlandi er yfir fimmtíu ára.
 
Ótrúlegur árangur ef skoðaðar eru tölulegar staðreyndir HSE
 
Í fréttatilkynningu um ráðstefnuna kom fram að í tilefni af 30 ára afmæli HSE verði gefin út ítarleg skýrsla um HSE og árangur af starfi HSE á 30 ára sögu stofnunarinnar. Miðað við útgefnar skýrslur og efni sem má finna á vefsíðu HSA er nálægt helmingur allra vinnuslysa á Írlandi þegar verið er að vinna landbúnaðarstörf.
 
Þrátt fyrir töluvert mikil slys þá fer ekki á milli mála árangur HSA í forvarnar- og fræðslumálefnum til vinnandi Íra. Á alheimsvísu eru tölur um slasaða og látna oftast miðaðar við 100.000 starfa eða vinnandi manna. Árið 1989 þegar HSA var stofnað var tíðni slasaðra og látinna á Írlandi rúmlega 4 af hverjum 100.000 og voru Írar í efsta sæti yfir slasaða og látna í allri Evrópu, en nú 30 árum síðar er talan komin niður í 2,5 og sitja í fjórða sæti á eftir 1. Frökkum, 2. Belgum og 3. Ítölum.
 
Sumar ráðleggingar HSE virtust við fyrstu sýn vera grín, en einfaldlega virka
 
Við lestur á tillögum til breytinga virkar sumt sem grín og var fyrir mér ágætis skemmtiefni, en hlutir eins og að bjóða upp á hvíldarstað/herbergi, jóga, hlátursjóga á vinnustað, kom í ljós að að þetta bætti vinnustaði og einnig að nauðsynlegt væri fyrir flesta vinnandi að geta lagst út af í 10 til 15 mín. daglega  á vinnudegi, sérstaklega þeim sem væru eldri en 40 ára, að þessir litlu þrír hlutir geri það að starfsmenn haldi betur einbeitingu og þreki út vinnudaginn.
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...