Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vinnsla lambshorna heimiluð með skilyrðum
Fréttir 19. maí 2020

Vinnsla lambshorna heimiluð með skilyrðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt úr gildi synjun Matvælastofnunar um veitingu leyfis til Fossa Enterprises ehf. fyrir vinnslu lambshorna sem nagvöru fyrir hunda. Ráðuneytið hefur lagt það fyrir Matvælastofnun að meta hvort hornin séu hæf til nýtingar með tilliti til sýkingarhættu og heimila nýtingu þeirra ef svo er.

Árið 2016 fékk Matvælastofnun vitneskju um flutning og geymslu lambshorna Fossa Enterprises ehf. í Bolungavík sem ekki hafði verið sótt um leyfi fyrir. Nýta átti hornin sem hundafóður.

Við úttekt á frysti fyrirtækisins í Bolungavík kom í ljós að verulegt magn pakkninga með hornum í hafði þegar verið flutt inn í hann og stóðu flutningar yfir. Flutningur og geymsla aukaafurða dýra eru leyfisskyld og háð reglum sem miða að því að tryggja heilnæmi afurða og lágmarka hættu á útbreiðslu smitsjúkdóma.

Matvælastofnun synjaði nýtingu þessara horna á grundvelli eftirtaldra frávika frá ákvæðum laga og reglugerða:


1. Hornin voru flutt í geymsluna áður en lögbundin leyfisúttekt fór fram og tilskilið leyfi fengið.
2. Lögbundin viðskiptaskjöl fylgdu ekki vörunni.
3. Merkingar umræddra lambshorna  töldust ófullnægjandi.

Samkvæmt úrskurði ráðuneytisins hafi Matvælastofnun gefið Fossa Enterprises ehf. þær upplýsingar að mögulegt væri að sýna fram á rekjanleika umræddra lambshorna. Matvælastofnun hefði átt að gæta betur að leiðbeiningar- og rannsóknarskyldu sinni. Ráðuneytið segir jafnframt að taka hefði átt meira tillit til hagsmuna og réttinda fyrirtækisins við töku stjórnvaldsákvörðunar í málinu og því hafi meðalhófs ekki verið gætt. 

Fyrirtækinu er heimilað að nota hornin, með því skilyrði að fyrirtækið geti sýnt fram á með viðurkenndum mælingum, að hornin séu hæf til nýtingar með tilliti til sýkingarhættu. Matvælastofnun á síðan að meta þær niðurstöður.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.