Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vorhátíð og opið hús hjá Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum
Fréttir 1. júní 2016

Vorhátíð og opið hús hjá Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það verður opið hús laugardaginn 4. júní í kanínubúi Birgit Kositzke á Syðri-Kárastöðum skammt norðan við Hvammstanga. Tekið verður á móti gestum á milli klukkan 13 til 17. 
 
Kvenfélagið Freyja sér um kaffi og kleinur eins og á opnu húsi undanfarin ár. Að sjálfsögðu eru kanínur á staðnum en þar á að vera meira líf og fjör.
 
Birgit vonast til að geta fengið nokkrar handverksmanneskjur í heimsókn. Þar á meðal verður væntanlega Jóhanna frá Hvammstanga sem er að vinna úr beinum, hornum og hrossahári. Einnig Guðmundur Ísfeld frá Jaðri sem er að búa til mjög fallega hnífa. Hugsanlega verða fleiri handverksmenn og konur á staðnum, en undirbúningsvinna er á fullu. Vonast Birgit til að sauðburður verði að mestu afstaðinn hjá því leiklistar- og handverksfólki sem er í búskap.
 
Tónlistarbóndinn frá Litlu-Ásgeirsá mætir á svæðið
 
Magnús Ásgeir Elíasson, tónlistarmaður, sauðfjárbóndi, hestamaður og dýragarðsrekandi á Litlu-Ásgeirsá ætlar að mæta á svæðið og skemmta fólki með með hljóðfæraleik og söng. Um kaffileytið mun Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir svo mæta og syngja með Magnúsi.  
 
Svo gæti verið að „hestamenn“ frá Hvammstanga komi ríðandi í heimsókn.
 
Birgit segir að markmiðið sé að bjóða fólk á smá vorskemmtun og þakka öllum þeim sem stutt hafa Kanínu ehf. í gegnum fjármögnunarsjóðinn Karólínafund.  

Skylt efni: kanínurækt

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...