Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vorhátíð og opið hús hjá Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum
Fréttir 1. júní 2016

Vorhátíð og opið hús hjá Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það verður opið hús laugardaginn 4. júní í kanínubúi Birgit Kositzke á Syðri-Kárastöðum skammt norðan við Hvammstanga. Tekið verður á móti gestum á milli klukkan 13 til 17. 
 
Kvenfélagið Freyja sér um kaffi og kleinur eins og á opnu húsi undanfarin ár. Að sjálfsögðu eru kanínur á staðnum en þar á að vera meira líf og fjör.
 
Birgit vonast til að geta fengið nokkrar handverksmanneskjur í heimsókn. Þar á meðal verður væntanlega Jóhanna frá Hvammstanga sem er að vinna úr beinum, hornum og hrossahári. Einnig Guðmundur Ísfeld frá Jaðri sem er að búa til mjög fallega hnífa. Hugsanlega verða fleiri handverksmenn og konur á staðnum, en undirbúningsvinna er á fullu. Vonast Birgit til að sauðburður verði að mestu afstaðinn hjá því leiklistar- og handverksfólki sem er í búskap.
 
Tónlistarbóndinn frá Litlu-Ásgeirsá mætir á svæðið
 
Magnús Ásgeir Elíasson, tónlistarmaður, sauðfjárbóndi, hestamaður og dýragarðsrekandi á Litlu-Ásgeirsá ætlar að mæta á svæðið og skemmta fólki með með hljóðfæraleik og söng. Um kaffileytið mun Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir svo mæta og syngja með Magnúsi.  
 
Svo gæti verið að „hestamenn“ frá Hvammstanga komi ríðandi í heimsókn.
 
Birgit segir að markmiðið sé að bjóða fólk á smá vorskemmtun og þakka öllum þeim sem stutt hafa Kanínu ehf. í gegnum fjármögnunarsjóðinn Karólínafund.  

Skylt efni: kanínurækt

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...