Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
„Allt of fáar messur“
Mynd / mhh
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyrir skelegga frammistöðu, sem meðhjálpari í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Vesturbyggð.

Tryggvi, sem er fæddur á Selfossi en uppalinn á Patreksfirði, er nú í Menntaskólanum á Akureyri á félagsfræðibraut.

„Ég gerðist meðhjálpari árið 2022 en þá kom Kristján Arason prestur að máli við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á því að taka við gömlu stöðu föður míns í Saurbæjarkirkju og ég var fljótur að segja já. Meðhjálpari hefur það hlutverk að kveikja á kertum, hringja kirkjubjöllum, klæða prestinn í kyrtilinn og fara með bænir. Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi starf og gaman að vinna með séra Kristjáni, sem er frábær prestur og félagi,“ segir Tryggvi Sveinn.

En hvað segja sóknarbörnin um hinn unga meðhjálpara? „Fyrst voru allir mjög hissa að sjá mig í þessu hlutverki en í dag eru allir búnir að venjast því, enda oftast sama fólkið sem mætir í kirkjuna. Ég myndi bara vilja hafa messurnar fleiri, þær eru allt of fáar að mínu mati,“ segir Tryggvi Sveinn hlæjandi, alsæll í starfi meðhjálparans.

Þess má geta að í Saurbæ á Rauðasandi hefur staðið guðshús frá því fyrir miðja 17. öld.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...