Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
„Allt of fáar messur“
Mynd / mhh
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyrir skelegga frammistöðu, sem meðhjálpari í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Vesturbyggð.

Tryggvi, sem er fæddur á Selfossi en uppalinn á Patreksfirði, er nú í Menntaskólanum á Akureyri á félagsfræðibraut.

„Ég gerðist meðhjálpari árið 2022 en þá kom Kristján Arason prestur að máli við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á því að taka við gömlu stöðu föður míns í Saurbæjarkirkju og ég var fljótur að segja já. Meðhjálpari hefur það hlutverk að kveikja á kertum, hringja kirkjubjöllum, klæða prestinn í kyrtilinn og fara með bænir. Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi starf og gaman að vinna með séra Kristjáni, sem er frábær prestur og félagi,“ segir Tryggvi Sveinn.

En hvað segja sóknarbörnin um hinn unga meðhjálpara? „Fyrst voru allir mjög hissa að sjá mig í þessu hlutverki en í dag eru allir búnir að venjast því, enda oftast sama fólkið sem mætir í kirkjuna. Ég myndi bara vilja hafa messurnar fleiri, þær eru allt of fáar að mínu mati,“ segir Tryggvi Sveinn hlæjandi, alsæll í starfi meðhjálparans.

Þess má geta að í Saurbæ á Rauðasandi hefur staðið guðshús frá því fyrir miðja 17. öld.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...