Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Úrslitin voru kunngerð nýlega í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi.   Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála, afhenti verðlaunin. Hér er hún ásamt Marteini Möller og Reynari Ottóssyni, sem fengu fyrstu verðlaun í samkeppninni.
Úrslitin voru kunngerð nýlega í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála, afhenti verðlaunin. Hér er hún ásamt Marteini Möller og Reynari Ottóssyni, sem fengu fyrstu verðlaun í samkeppninni.
Mynd / MHH
Fréttir 18. júní 2018

„Black Beach Lagoon“ í Þorlákshöfn valin besta hugmyndin

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndu nýlega til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangur samkeppninnar var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. 
 
Markmiðið er að nýta betur verðmætin sem eru í orkunni, auka fjölbreytni í atvinnulífi með umhverfismál að leiðarljósi og vinna að nýsköpun í orkutengdri starfsemi.
 
Lón á svörtum sandi
 
Hugmyndin „Black Beach Lagoon“ (Lón á svörtum sandi)  eftir Martein Möller og Reynar Ottósson fékk fyrstu verðlaun í samkeppninni og þar með 1,5 milljón króna í verðlaunafé. Verðlaunahugmyndin snýst um að byggja upp ferðamannalón með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Í umsögn dómnefndar segir: 
 
„Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsueflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk.  Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvoru tveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun.“
 
Grunnskólanemar á Hellu verðlaunaðir
 
Grunnskólanemar á Hellu í 9. bekk fengu sérstök verðlaun en nemendurnir lögðu til að brennisteinsvetni sem kemur upp með heitri gufu á jarðhitasvæðum verði nýtt til að framleiða brennistein. Um leið myndi magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti minnka.
 
Aukaverðlaun til þriggja verkefna
 
Dómnefnd ákvað að veita þremur tillögum aukaverðlaun og fékk hver þeir 500.000 krónur. Tillögurnar eru þessar.
 
Ólafur Ingi Reynisson, matreiðslu­meistari hjá Kjöt og Kúnst í Hveragerði, er hér með ráðherra en hann fékk verðlaun fyrir sína hugmynd um Jarðorkueldavélar.
 
Jarðorkueldavélar
 
Sú tillaga kemur frá Ólafi Inga Reynissyni, matreiðslumeistara hjá Kjöt og Kúnst í Hveragerði. Í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé áhugavert innlegg í nýtingu jarðvarma þar sem hveraorka er nýtt í margs konar matargerð. „Um er að ræða frumlega, raunhæfa og óhefðbundna aðferð við að framleiða og elda matvæli. Tillagan gefur ferðamanninum innsýn í fjölbreytta notkunarmöguleika jarðvarma með  sérstöðu íslenskrar náttúru er í aðalhlutverki“, segir dómnefndin.
 
Lág gróðurhús og ræktun nýrra tegunda
 
Hafsteinn  Helgason, sem býr í Laugarási í Biskupstungum og starfar hjá Eflu verkfræðistofu, kom með hugmynd um lág gróðurhús og ræktun nýrra tegunda. Tillagan felur í sér nýbreytni í ræktun afurða þar sem sérhæfð gróðurhús nýrrar gerðar nýta lághita jarðvarma. „Um er að ræða sveigjanlega og heildstæða tillögu sem getur dregið úr innflutningi matvæla og býður upp á vinnslu sérhæfðra afurða. Gera má ráð fyrir aukinni fjölbreytni í atvinnulífi og jákvæðum samfélagslegum áhrifum“, segir í umsögn dómnefndar.
 
Hampræktun á Íslandi
 
Þessi hugmynd kom frá Hinriki Jóhannessyni en hún gerir ráð fyrir nýstárlegri nýtingu gróðurhúsa til ræktunar á hampi með fjölbreytta notkunarmöguleika á áframvinnslu s.s. í matvæli, eldsneyti og ýmsan iðnað. „Tillagan er heildstæð, býður upp á þverfaglega starfsemi og möguleika á fjölbreyttari atvinnustarfsemi með samfélagslegum ávinningi“, segir í umsögn dómnefndar. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...