Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
„Reyndu nú að skíta þig ekki út“
Fréttir 3. nóvember 2015

„Reyndu nú að skíta þig ekki út“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Aðalnámskrá grunnskóla 2013 er á nokkrum stöðum minnst á jarðveg þegar fjallað er um hæfniviðmið í náttúrufræðigreinum og „nemendur skulu eiga þess kost að uppfylla hæfniviðmið einstakra námsgreina og námssviða með mismunandi hætti“.

„Reyndu nú að skíta þig ekki út,“ sagði mamma stundum við mig þegar ég fór út að leika mér,“ segir Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Sakleysisleg athugasemd við stúlkubarn en með svona, jafnvel ómeðvituðum, athugasemdum eru börn gerð afhuga moldinni. Í huga barnanna verður moldin bara drulla, þau verða skítug af henni og í henni lifa pöddur, hún er frekar ógeðsleg.“

Mikilvægi menntunar fyrir moldina

Hæfniviðmiðunum í Aðalnámskrá grunnskóla er skipt í tvo flokka, hæfniviðmið um verklag og hæfniviðmið um viðfangsefni, að sögn Esterar.

„Í hæfniviðmiðum um verklag og ábyrgð á umhverfinu segir að við lok 4. bekkjar geti nemandi skoðað og skráð dæmi um áhrif af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð. Við lok 7. bekkjar geti nemandi lýst dæmum af áhrifum af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð og á Íslandi, sagt frá hugsanlegri þróun í framtíðinni en við lok 10. bekkjar geti nemandi skoðað og skráð atburði eða fyrirbæri sem snerta samspil manns og umhverfis, í framhaldi tekið virkan þátt í gagnrýnni umfjöllun um málið og gert tillögur um aðgerðir til bóta.

Í hæfniviðmiðum um viðfangsefni og það að búa á Jörðinni segir að við lok 4. bekkjar geti nemandi tekið þátt í og sagt frá einföldum athugunum á jarðvegi, veðrun og rofi. Við lok 7. bekkjar geti nemandi framkvæmt og lýst eigin athugunum á jarðvegi, veðrun, rofi og himingeimnum, einnig útskýrt hvernig Ísland byggist upp, hvernig landslag þess og jarðvegur breytist. Við lok 10. bekkjar geti nemandi útskýrt breytingar á landnotkun og tengsl þeirra við jarðvegseyðingu og orkuframleiðslu. Í hæfniviðmiðum um viðfangsefni og heilbrigði umhverfis geti nemandi við lok 7. bekkjar gert grein fyrir notkun manna á auðlindum og við lok 10. bekkjar gert grein fyrir verndun og nýtingu náttúruauðlinda í tengslum við sjálfbæra þróun, einnig rætt á gagnrýninn hátt framleiðslu, flutning og förgun efna.“

Fjölbreyttar kennsluhugmyndir

Í tilefni af alþjóðlegu ári jarðvegs hafa Landgræðsla ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands og NaNO unnið að undirbúningi námskeiðs um jarðveg fyrir starfandi kennara, áætlað er að halda námskeiðið á vorönn 2016. Í því samhengi er unnið að þýðingu námsefnis um jarðveg og talsetningu myndbands.

NaNO, Náttúruvísindi á nýrri öld, er verkefni á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem miðar að því að efla náttúrufræðimenntun í grunn- og framhaldsskólum.

Ester segir að í námsefninu sem NaNO bjóði upp á sé að finna fjölbreyttar kennsluhugmyndir fyrir mismunandi aldurshópa og í því sé unnið þvert á hefðbundnar kennslugreinar. „Það er mikill fengur í því að fá svona vandað efni á íslensku.“

Meira en bara drulla

„Moldin er meira en bara drulla, hún er heimili óteljandi lífvera, byggingarefni í vörur daglegs lífs. Jarðvegurinn síar vatn, bindur CO2 og hefur því áhrif á loftslagsbreytingar. Í jarðvegi eru meira að segja örverur sem gera okkur hamingjusöm (http://www.gardeningknowhow.com/garden-how-to/soil-fertilizers/antidepressant-microbes-soil.htm). Húðin er stærsta líffæri okkar og segja má að jarðvegurinn sé „húð“ Jarðar.

Jarðvegur er allt í kringum okkur og styður við daglegt líf okkar bæði með augljósum hætti og minna sýnilegum. Líf á Jörðu væri ekki á því formi sem við þekkjum í dag ef ekki væri fyrir jarðveginn. Jarðvegurinn er líflína okkar inn í framtíðina.

Jarðvegurinn er mikilvægur lífi okkar, búum til drullukökur, skoðum fjölbreyttan jarðveg, ræktum grænmeti og eflum þannig tengsl okkar og komandi kynslóða við jarðveginn. Komum saman út og leikum okkur með moldina,“ segir Ester Ýr Jónsdóttir verkefnisstjóri.

Skylt efni: Jarðvegur | menntun | kennsla | NaNo

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...