Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Þau Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir njóta þess að vera til.
Þau Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir njóta þess að vera til.
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórholti, gefa lesendum innlit í líf og starf fjölskyldu sinnar. Einnig má fylgjast með þeim á Instagram og Facebook-síðu Bændablaðsins næstu tvær vikurnar.

Steinþór og Eydís tóku við búskapnum sumarið 2022 af foreldrum Steinþórs sem voru búin að búa á jörðinni frá árinu 1990. „Á sama tíma áttum við okkar fyrsta barn og vildum setjast niður og koma okkur fyrir. Okkur leist vel á að fá að prófa að reyna fyrir okkur í sauðfjárbúskapnum sjálf þegar það bauðst svo það var eins aðgengilegt fyrir okkur og gat verið. Við höfum þó hingað til ekki tekið miklar stefnubreytingar frá því sem áður var í búskapnum,“ segir Steinþór, en hann er einnig formaður Samtaka ungra bænda.

Býli, staðsetning og stærð jarðar? Sauðfjárbúið Stórholt í Saurbæ, Dalabyggð. Jörðin er um 85 hektarar.

Sauðfjárbúið Stórholt í Saurbæ, Dalabyggð er reisulegt og fallegt. Myndir/Einkasafn

Ábúendur, fjölskyldustærð og gæludýr? Við erum þrjú á bænum. Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir ásamt syni okkar, Kristófer Loga. Svo eru tveir hundar, Rósý og Kappi og tveir kettir, Esja og Tígull.

Gerð bús og fjöldi búfjár? Sauðfjárbú að uppleggi með 600 fjár og eitthvað af hrossum eins og sagt er.

Hvers vegna veljið þið þessa búgrein? Við erum bæði alin upp á sauðfjárbúum svo við þekkjum það vel út á hvað þessi búskapur gengur. En það var og er ekki heldur þannig að það sé það eina sem komi til greina hjá okkur og við erum alveg opin fyrir ýmsu.

Yngissveinninn Kristófer Logi er hvergi banginn.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagarnir hjá okkur eru mjög fjölbreyttir eftir árstíðum og fyrirliggjandi verkefnum. Þeir byrja á því að drengurinn okkar fer með skólabíl í leikskólann. Yfir veturinn sinnum við svo gjöfum og sækjum vinnu þess á milli aðra hvora viku. Þátttaka í félagsmálum kemur síðan upp í dagatalið í flestum vikum með fundum eða öðrum viðburðum. Síðan eru auðvitað þessi árstíðabundnu verk sem taka yfir eins og sauðburður, heyskapur, fjárrag á haustin og rúningur sem gefur okkur alltaf eitthvað til að hlakka til.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Bústörfin eru skemmtilegust á vorin og sumrin. Þótt sauðburður sé vissulega törn þá er svo gefandi að taka á móti nýju lífi og hjálpa ungviðinu með mæðrum sínum út í vaknandi náttúruna. Haustverkin og fjárragið eru þó líka mjög skemmtileg, að sjá hvernig til hefur tekist. Leiðinlegustu bústörfin eru sennilega þegar eitthvað bilar á versta tíma.

Hvað er það jákvæða við að vera bændur? Það jákvæða er náttúran og umhverfið, við vildum setjast niður í sveit til að ala fjölskyldu. Það er líka gaman að takast á við áskoranir og uppskera eftir því hvernig tekst til.

Hverjar eru áskoranirnar? Áskoranirnar eru að finna tíma fyrir allt sem við þurfum og viljum gera. Búskapurinn, önnur vinna, félagsmál og fjölskyldulífið púslast þó alltaf þokkalega saman fyrir rest. Það hjálpar okkur mikið að eiga gott bakland í því öllu saman.

Hvernig væri hægt að gera búskapinn ykkar hagkvæmari? Við horfum mikið í hvernig sé hægt að auka vinnuhagræðið. Til dæmis sjáum við mikil tækifæri í því að notast við örmerki sem getur flýtt mikið fyrir og opnað á aukna möguleika í bústjórn og skýrsluhaldi. En auðvitað höfum við margs konar hugmyndir um hitt og þetta varðandi búskapinn og aðstöðuna.

Hvernig sjáið þið landbúnað á Íslandi þróast næstu árin?
Það blasa við okkur fjölmörg tækifæri og það er margt sem við stöndum okkur vel í á Íslandi. Um leið og okkur tekst að nýta tækifærin okkar og styrkleika til fulls eru okkur allir vegir færir, bændum og þjóð til mikils árangurs og heilla.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegustu augnablikin okkar hingað til úr bústörfunum er þegar sonur okkar spjallar við, klappar og tengist dýrunum, hvort sem það eru hestar, kindur, hundar eða kettir. Það eru skemmtileg augnablik og gaman að sjá hvernig dýrin nálgast hann öðruvísi en okkur sem stærri erum.

Instagram-síða:@steinthorlogi99

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...