Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eilíf litadýrð á Espiflöt
Mynd / smh
Líf&Starf 16. júní 2016

Eilíf litadýrð á Espiflöt

Höfundur: smh
Á Garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti var starfsfólk í óðaönn við að setja saman litskrúðuga blómavendi er tíðindamaður Bændablaðsins átti leið um sveitir Suðurlands fyrir síðustu helgi. Þegar stórir viðburðir eru í nánd er handagangur í öskjunni á Espiflöt og að þessu sinni var undirbúið fyrir sjómannadagshelgina og eins er 17. júní á næsta leiti.
 
Hjónin Sveinn A. Sæland og Áslaug Sveinbjarnardóttir hafa átt og rekið stöðina frá 1998, en þau eru bæði garðyrkjufræðingar frá Garðyrkjuskóla Íslands. Sveinn, sem er fyrrverandi formaður Sambands garðyrkjubænda, eftirlét Axel, syni sínum, umsjónina með stöðinni árið 2014. Þau hjónin eru þó enn starfsmenn í stöðinni og áfram er hún rekin af þeim þremur. 
 
Lilja Björk Sæland, dóttir Axels, er blómarósin á Espiflöt. 
 
Espiflöt sérhæfir sig algjörlega í afskornum blómum allan ársins hring og telst hún vera sú stærsta sinnar tegundar með um 20 prósenta markaðshlutdeild. Framleiðslan er mjög fjölbreytt og þar má finna tegundir eins og geislafífla, liljur, silkivendi, rósir, sólliljur og chrysur í öllum mögulegum litum og stærðum, en að sögn Axels er blái liturinn þó frekar sjaldgæfur í afskornum blómum. „Við erum samt með örfáar tegundir sem eru með blá blóm, vegna þess að það er alltaf talsverð eftirspurn eftir þeim í vendi, ekki síst fyrir stráka og herra – til dæmis við útskriftir. En hann er líka eftirsóttur við athafnir þegar vísað er í íslenska fánann, eins í jarðarfarir og opinberar athafnir til dæmis.“ 
 
Fylgjum tíðarandanum
 
„Tískan getur verið mjög mismunandi. Stundum eru það litirnir sem ráða en önnur ár eru það ákveðin blóm og þá skipta litirnir minna máli. Við reynum að sjálfsögðu að fylgja tíðarandanum og árstímunum. Vor og sumar eru bjartir litir í bleiku, gulu og appelsínugulu. Á haustin eru fölari litir sem líkja eftir náttúrunni í rauðu, appelsínugulu og bleiku. Veturinn er oft erfiðari að lesa í.
 
Allar pantanir sem við fáum inn á okkar borð fara í gegnum Grænan Markað sem er okkar heildsala. Sumir vendir eru pantaðir með nákvæmri forskrift um hvernig þeir eigi að vera, en með aðra getur starfsfólkið leikið sér með. Bestu og verðmætustu blómin fara í sérverslanir,“ segir Axel.

8 myndir:

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....