Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Langar að búa til vélmenni
Fólkið sem erfir landið 25. september 2014

Langar að búa til vélmenni

Hildur er kát Reykjavíkurmær sem hefur gaman af öllu mögulegu nema vera í fýlu og lesa leiðinlegar bækur. 

Nafn: Hildur Einarsdóttir.
Aldur: Fimm ára og á afmæli í mars.
Stjörnumerki: Fiskur.
Búseta: Reykjavík.
Skóli: Grænaborg.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Renna, róla, fara í eltingar- og feluleik, í bíló og leika mér með vinum mínum í alls konar leikjum.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Mér finnst páfagaukar skemmtilegir og ætla að safna mér fyrir honum. Svo langar mig í lítinn gíraffaunga en svoleiðis eru ekki til á Íslandi.
Uppáhaldsmatur: Lasagna, alveg eins og kettinum Gretti.
Uppáhaldshljómsveit: Pollapönk og líka Páll Óskar.
Uppáhaldskvikmynd: Mér finnst myndin Karolína skemmtileg en hún er líka hræðileg og ekki fyrir smábörn og svo finnst mér Strumpamyndirnar líka skemmtilegar.
Fyrsta minning þín? Ég man að mamma var með varalit þegar ég var skírð.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi engar íþróttir og kann ekki að spila á hljóðfæri en mig langar að spila fótbolta og læra að dansa og æfa fimleika. Mig langar líka að vera trommuleikari og læra að spila á fiðlu.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sjúkraþjálfari.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég er ekki búin að gera það en mig langar að búa til vélmenni en veit ekki enn hvernig á að gera það.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Mér finnst leiðinlegt að vera í fýlu og lesa leiðinlegar bækur.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór með pabba í stóru sveitina og á Flateyri.

Skylt efni: Vélmenni | Lasagna

Kristján Eldur
Fólkið sem erfir landið 18. desember 2024

Kristján Eldur

Nafn: Kristján Eldur Patreksson.

Brynjar Freyr
Fólkið sem erfir landið 20. nóvember 2024

Brynjar Freyr

Nafn: Brynjar Freyr Gunnarsson Berg. Aldur: 4 ára. Stjörnumerki: Naut.

Þórdís Laufey
Fólkið sem erfir landið 23. október 2024

Þórdís Laufey

Nafn: Þórdís Laufey Ragnarsdóttir.

Framtíðarjárnsmiður
Fólkið sem erfir landið 25. september 2024

Framtíðarjárnsmiður

Hann Vésteinn er mikill áhugamaður um gítarspil og skrímsli, auk þess að hafa mi...

Tilvonandi dýraþjálfari
Fólkið sem erfir landið 11. september 2024

Tilvonandi dýraþjálfari

Hún Þórhalla Lilja er hress og kát átta ára stelpa sem er mikil söngkona, tónlis...

Hress og kátur
Fólkið sem erfir landið 28. ágúst 2024

Hress og kátur

Hann Ari Kolbeinn býr í sveit nálægt Egilsstöðum og æfir með íþróttafélaginu Het...

Dýravinur
Fólkið sem erfir landið 14. ágúst 2024

Dýravinur

Glódís er að verða 6 ára í ágúst og unir sér best í kringum dýrin sín. Hún laðar...

Bóndi framtíðar
Fólkið sem erfir landið 10. júlí 2024

Bóndi framtíðar

Hann Eiður er hress og kátur fimm ára strákur sem veit ekkert betra en að brasa ...