Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Höfundur: Maja Siska

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í bústaðnum, á pallinum eða sem teppi á sófanum, sem poncho eða slá með nælu. Líka tilvalin sem gjöf.

Sikksakk munstrið minnir á gömlu munsturbekkina, er einfalt að prjóna og er ekki tvíbandaprjón; og þar með eru engir spottar á röngunni.

Lopagleði er úr tvöföldum plötulopa. Veldu úr íslensku lambalitunum frá Þingborg, eða handlituðum lopa í öllum regnbogalitum frá Hörpugull eða Sléttuskjótt. Eða notaðu gráan feldfélopann.

Prjónafesta:12L / 18 umf. á 10 cm, slétt prjón, fram og til baka, á prjóna nr. 6.

Prjónafestan skiptir ekki öllu máli hér. En passaðu upp á að prjónaða efnið verði létt og ekki of fast eða stíft!

Ef þú notar annað band má aðlaga lykkjufjöldann: hann þarf að deilast með 17 L plús 2 x 6 L fyrir kantinn.

Stærð:

Breidd: uþb. 170 cm
Hæð: 72 cm

Efni: Plötulopi, tvöfaldur
Aðallitur: 400 g
Rendur: 3 x 30 g

Hringprjónn nr. 6, 100 cm – eða prjónastærð sem þarf til að fá rétta prjónafestu.
Prjónamerki eða afgangsspottar, saumnál.

Uppfit:

Fitjið upp 216 L og prjónið stroff (Ra): *1 L sl, 1 L br* út til enda.
Prjónuð stroff í 5 cm, endið á röngunni.

Kantar: Fyrir allt stykkið: prjónið alltaf stroffið í fyrstu og síðustu 6 L. Þetta kemur í veg fyrir að stykkið rúllist upp á köntum. Setið prjónamerki á eftir fyrstu 6 L og fyrir siðustu 6 L.

Prjónið slétt prjón á milli kanta (Ré: slétt, Ra: brugðið), þangað til stykkið mælist 10 cm frá uppfiti.

Fyrsta undirbúnings- og útaukninga-umf:
Fyrir sikksakk munstrið:
: prj stroff í 6 L, PM, *Pfa, 15 L sl, Pfa, sPM*, endurt * - * að síðustu 6 L, stroff.
Ra: 6 L stroff, prjónið br, 6 L stroff.

Önnur undirbúnings- og útaukninga-umf:
Ré:
prj 6 L stroff, PM, *Pfa, 17 L sl, Pfa, PM*, endurt * - * að síðustu 6 L, stroff.
Ra:
6 L stroff, prjónið br, 6 L stroff. Núna eru 21 L í hverri endurtekningu af munstrinu (á milli PM), samtals 264 L. (12 x 21 L + 12 kantlykkjur).

Sikksakk munstur:
Haldið áfram í aðallit næstu 6 umf.:
Sikksakk endurtekningin:
1. umf/RÉ: 6 L stroff, PM, *Pfa; 8 L sl, ÞLÚ, 8 L sl, Pfa, PM* endurt að síðustus 6 L, stroff.
2. umf/Ra: 6 L stroff, br að síðustu 6 L, stroff.
Endurtekið tvisvar sinnum, samtals 6 umf. í heild. Þetta myndar 1 rönd of sikksakk munstrinu.
Prjónið 3 rendur í munsturlitum:
Með munsturlit 1 prj 1 rönd (alls 6  umf).
Með munsturlit 2 prj 1 rönd (alls 6 umf).
Með munsturlit 3 prj 1 rönd (alls 6 umf).

Skiptið í aðallit og prjónið 1 rönd (alls 6 umf).
ATH! Þetta er mikilvægt svo að síðasta litaröndin fletjist ekki út.

Úrtöku- umf: Í næstu 4 umf. er sikksakk mustrið prjónað eins og áður, nema útaukningunum (Pfa) er sleppt:
1. umf/Ré: 6 L stroff, PM, *9 L sl, ÞLÚ, 9 L sl, PM* endurt að síðustus 6 L, stroff.
2. umf/Ra: 6 L stroff, br að síðustu 6 L, stroff.
3. umf/Ré: 6 L stroff, PM, *8 L sl, ÞLÚ, 8 L sl, PM* endurt að síðustus 6 L, stroff.
4. umf/Ra: 6 L stroff, br að síðustu 6 L, stroff.

Núna er aftur upprunalegum lykkjufjölda náð: 216 L.
Haldið áfram að prjóna slétt á milli kanta, þangað til stykkið mælist 67 cm frá uppfiti.

Prjónið stroff allar lykkjur, í 5 cm. Fellið laust af. (Til dæmis með „ Icelandic Bind Off“, youtube.com).

Frágangur: Gangið frá lausum endum. Handþvoið og leggið til þerris. Nú er bara að njóta! Hönnuður: Maja Siska

Styttingar:
Pfa Prjónið framan og aftan í sömu lykkjuna.
ÞLÚ Þriggja lykkju úrtaka (CDD - Center Double Decrease): 3 L prjónaðar saman þannig að hægri prjóni er stungið framanfrá í tvær lykkjur og þær teknar óprjónaðar yfir á hæ prjóninn, næsta L er prjónuð sl og hinum tveimur steypt yfir báðum í einu. Þannig kemur miðjulykkjan fremst.

br brugðið
L lykkja / lykkjur
PM prjónamerki
sPM setjið prjónamerki
prj prjónn / prjónið/-að
Ra Ranga
Ré Rétta
sl slétt

Skylt efni: teppi

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.