Piparkarlinn Gingy
Skemmtilegur piparkökukarl heklaður úr 2 þráðum af DROPS Safran.
DROPS Design: Mynstur nr e-220 Mál:
- Breidd: ca 14 cm
- Hæð: ca 15 cm
Garn: DROPS SAFRAN (fæst í Handverkskúnst)
- 50 gr litur nr 22, ljós brúnn (1 dokka dugar í 2 piparkökukarla)
DROPS PARIS frá Garnstudio
- Afgangur af lit nr 17, natur
- Afgangur af lit nr 12, skærrauður
Heklunál: Nr 4 – eða þá stærð sem þarf til að 20 fl og 18 umf = 10x10 cm með 2 þráðum af Safran.
Heklleiðbeiningar: Allar umf byrja á 1 ll, heklið fl í hverja fl í umf.
Heklað saman: Heklið 1 fl en bíðið með að draga þráðinní gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið síðan næstu fl (eða næstu 2 fl alveg eins), en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar l á heklunálinni = 1 fl á heklunálinni.
PIPARKÖKUKARL:
Stykkið er heklað fram og til baka, byrjið efst á höfði og niður að fótum, handleggirnir eru síðan heklaðir frá fram- og bakstykki.
Umferð 1: Heklið 5 ll með 2 þráðum af Safran með heklunál nr 4, snúið við og heklið 2 fl í 2. ll frá heklunálinni, 1 fl í hverja og eina af 2 næstu ll, 2 fl í síðustu ll = 6 fl, snúið við.
Umferð 2: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR. Heklið 2 fl í 1. fl, 1 fl í hverja fl þar til 1 fl er eftir, 2 fl í síðustu fl = 8 fl, snúið við.
Umferð 3: Heklið 1 fl í hverja fl = 8 fl, snúið við.
Umferð 4: Heklið 2 fl í 1. fl, 1 fl í hverja fl þar til 1 fl er eftir, 2 fl í síðustu fl = 10 fl, snúið við.
Umferð 5-7: Heklið 1 fl í hverja fl = 10 fl, snúið við.
Umferð 8: Heklið fyrstu 2 fl saman – LESIÐ HEKLAÐ SAMAN, 1 fl í hverja og eina af næstu 6 fl, heklið síðustu 2 fl saman = 8 fl, snúið við.
Umferð 9: Heklið fyrstu 2 fl saman, 1 fl í hverja og eina af næstu 4 fl, heklið síðustu 2 fl saman = 6 fl, snúið við.
Umferð 10: Heklið 3 ll, 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, 1 fl í næstu ll, 1 fl í hverja og eina af næstu 6 fl = 8 fl, snúið við. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf (öxl, hér byrjar handleggurinn síðar).
Umferð 11: Heklið 3 ll, 1 fl í 2. Ll frá heklunálinni, 1 fl í næstu ll, 1 fl í hverja og eina af næstu 8 fl = 10 fl, snúið við. Setjið 1 prjónamerki í byrjun næstu umf (öxl, hér byrjar handleggurinn síðar).
Umferð 12-14: Heklið 1 fl í hverja fl = 10 fl, snúið við.
Umferð 15: Heklið 2 fl í 1. fl, 1 fl í hverja fl þar til 1 fl er eftir, 2 fl í síðustu fl = 12 fl, snúið við.
Umferð 16: Heklið 1 fl í hverja fl = 12 fl, snúið við.
Umferð 17: Heklið 2 fl í 1. Fl, 1 fl í hverja fl þar til 1 fl er eftir, 2 fl í síðustu fl = 14 fl, snúið við.
Umferð 18-20: Heklið 1 fl í hverja fl = 14 fl, snúið við.
Heklið nú 1 fót þannig:
Umferð 21: Heklið 1 fl í hverja og eina af fyrstu 5 fl í umf, heklið næstu 2 fl saman = 6 fl (7 fl eftir hinum megin í umf), snúið við.
Umferð 22-24: Heklið 1 fl í hverja fl = 6 fl, snúið við.
Umferð 25: Heklið fyrstu 2 fl saman, 1 fl í hverja og eina af næstu 2 fl, heklið síðustu 2 fl saman = 4 fl, snúið við.
Umferð 26: Heklið allar fl 2 og 2 saman = 2 fl, klippið frá og festið enda.
Endurtakið umf 21-26 hinum megin = 1 fótur til viðbótar.
Hendi: Stykkið er heklað fram og til baka. Með 2 þráðum af Safran, heklið 5 fl (ca 1 fl í hverri umf ) frá prjónamerki á öxl í annarri hliðinni, snúið við. Heklið nú 5 umf með 1 fl í hverja fl (alls 6 umf fl). Næsta umf er hekluð þannig: Heklið fyrstu 2 fl saman, 1 fl í næstu fl, heklið síðustu 2 fl saman = 3 fl, snúið við. Heklið 3 fl saman = 1 fl, klippið frá og festið enda. Endurtakið alveg eins í hinni hliðinni.
Heklið annan piparkökukarl alveg eins (= bakstykki).
Lykkja: Notið skærrauðan Paris, heklið 1 kl í boga á milli miðju 2 fl efst á höfði á bakstykki, heklið nú ll í ca 12 cm, endið á 1 kl í sömu fl, klippið frá og festið enda.
Slaufa: Stykkið er heklað fram og til baka frá miðju og út á hlið. Með skærrauðum Paris, heklið 2 ll, *3 fl í 1. ll sem hekluð var, snúið við og heklið 1 fl í hverja fl = 3 fl*, klippið frá og festið enda. Snúið við og endurtakið frá *-* 1 sinni – þ.e.a.s. að nú er hekluð hin hliðin á slaufunni, klippið frá og haldið eftir 20 cm fyrir frágang. Notið þráðin til að vefja um miðju slaufunnar, snúið í kringum miðju 2 sinnum með þræðinum, herðið að og festið.
Frágangur: Saumið slaufuna á milli höfuðs og fram- og bakstykki á framstykki. Með natur Paris eru augun saumuð út og munnur á höfuð, saumið með smáu spori neðst á fæturna og neðst á handleggi, gerið 2 hnúta á fram- og bakstykki fyrir tölur, sjá mynd.
Leggið fram- og bakstykki ofan á hvort annað með röngu á móti röngu, heklið saman með 2 þráðum Safran þannig: Heklið 1 kl undir fyrri handlegg í gegnum bæði stykkin, *2 ll, hoppið yfir ca 1 cm, 1 kl yst í lykkjubogann í gegnum bæði stykkin*, endurtakið frá *-* í kringum allan piparkökukarlinn. Endið á 1 kl í 1. ll undir handlegg, klippið frá og festið enda.