Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Piparkarlinn Gingy
Hannyrðahornið 13. desember 2022

Piparkarlinn Gingy

Höfundur: Handverkskúnst, www.garn.is

Skemmtilegur piparkökukarl heklaður úr 2 þráðum af DROPS Safran.

DROPS Design: Mynstur nr e-220 Mál:
- Breidd: ca 14 cm
- Hæð: ca 15 cm

Garn: DROPS SAFRAN (fæst í Handverkskúnst)
- 50 gr litur nr 22, ljós brúnn (1 dokka dugar í 2 piparkökukarla)

DROPS PARIS frá Garnstudio
- Afgangur af lit nr 17, natur
- Afgangur af lit nr 12, skærrauður

Heklunál: Nr 4 – eða þá stærð sem þarf til að 20 fl og 18 umf = 10x10 cm með 2 þráðum af Safran.

Heklleiðbeiningar: Allar umf byrja á 1 ll, heklið fl í hverja fl í umf.

Heklað saman: Heklið 1 fl en bíðið með að draga þráðinní gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið síðan næstu fl (eða næstu 2 fl alveg eins), en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar l á heklunálinni = 1 fl á heklunálinni.

PIPARKÖKUKARL:

Stykkið er heklað fram og til baka, byrjið efst á höfði og niður að fótum, handleggirnir eru síðan heklaðir frá fram- og bakstykki.

Umferð 1: Heklið 5 ll með 2 þráðum af Safran með heklunál nr 4, snúið við og heklið 2 fl í 2. ll frá heklunálinni, 1 fl í hverja og eina af 2 næstu ll, 2 fl í síðustu ll = 6 fl, snúið við.

Umferð 2: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR. Heklið 2 fl í 1. fl, 1 fl í hverja fl þar til 1 fl er eftir, 2 fl í síðustu fl = 8 fl, snúið við.

Umferð 3: Heklið 1 fl í hverja fl = 8 fl, snúið við.

Umferð 4: Heklið 2 fl í 1. fl, 1 fl í hverja fl þar til 1 fl er eftir, 2 fl í síðustu fl = 10 fl, snúið við.

Umferð 5-7: Heklið 1 fl í hverja fl = 10 fl, snúið við.

Umferð 8: Heklið fyrstu 2 fl saman – LESIÐ HEKLAÐ SAMAN, 1 fl í hverja og eina af næstu 6 fl, heklið síðustu 2 fl saman = 8 fl, snúið við.

Umferð 9: Heklið fyrstu 2 fl saman, 1 fl í hverja og eina af næstu 4 fl, heklið síðustu 2 fl saman = 6 fl, snúið við.

Umferð 10: Heklið 3 ll, 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, 1 fl í næstu ll, 1 fl í hverja og eina af næstu 6 fl = 8 fl, snúið við. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf (öxl, hér byrjar handleggurinn síðar).

Umferð 11: Heklið 3 ll, 1 fl í 2. Ll frá heklunálinni, 1 fl í næstu ll, 1 fl í hverja og eina af næstu 8 fl = 10 fl, snúið við. Setjið 1 prjónamerki í byrjun næstu umf (öxl, hér byrjar handleggurinn síðar).

Umferð 12-14: Heklið 1 fl í hverja fl = 10 fl, snúið við.

Umferð 15: Heklið 2 fl í 1. fl, 1 fl í hverja fl þar til 1 fl er eftir, 2 fl í síðustu fl = 12 fl, snúið við.

Umferð 16: Heklið 1 fl í hverja fl = 12 fl, snúið við.

Umferð 17: Heklið 2 fl í 1. Fl, 1 fl í hverja fl þar til 1 fl er eftir, 2 fl í síðustu fl = 14 fl, snúið við.

Umferð 18-20: Heklið 1 fl í hverja fl = 14 fl, snúið við.

Heklið nú 1 fót þannig:

Umferð 21: Heklið 1 fl í hverja og eina af fyrstu 5 fl í umf, heklið næstu 2 fl saman = 6 fl (7 fl eftir hinum megin í umf), snúið við.

Umferð 22-24: Heklið 1 fl í hverja fl = 6 fl, snúið við.

Umferð 25: Heklið fyrstu 2 fl saman, 1 fl í hverja og eina af næstu 2 fl, heklið síðustu 2 fl saman = 4 fl, snúið við.

Umferð 26: Heklið allar fl 2 og 2 saman = 2 fl, klippið frá og festið enda.
Endurtakið umf 21-26 hinum megin = 1 fótur til viðbótar.

Hendi: Stykkið er heklað fram og til baka. Með 2 þráðum af Safran, heklið 5 fl (ca 1 fl í hverri umf ) frá prjónamerki á öxl í annarri hliðinni, snúið við. Heklið nú 5 umf með 1 fl í hverja fl (alls 6 umf fl). Næsta umf er hekluð þannig: Heklið fyrstu 2 fl saman, 1 fl í næstu fl, heklið síðustu 2 fl saman = 3 fl, snúið við. Heklið 3 fl saman = 1 fl, klippið frá og festið enda. Endurtakið alveg eins í hinni hliðinni.

Heklið annan piparkökukarl alveg eins (= bakstykki).

Lykkja: Notið skærrauðan Paris, heklið 1 kl í boga á milli miðju 2 fl efst á höfði á bakstykki, heklið nú ll í ca 12 cm, endið á 1 kl í sömu fl, klippið frá og festið enda.

Slaufa: Stykkið er heklað fram og til baka frá miðju og út á hlið. Með skærrauðum Paris, heklið 2 ll, *3 fl í 1. ll sem hekluð var, snúið við og heklið 1 fl í hverja fl = 3 fl*, klippið frá og festið enda. Snúið við og endurtakið frá *-* 1 sinni – þ.e.a.s. að nú er hekluð hin hliðin á slaufunni, klippið frá og haldið eftir 20 cm fyrir frágang. Notið þráðin til að vefja um miðju slaufunnar, snúið í kringum miðju 2 sinnum með þræðinum, herðið að og festið.

Frágangur: Saumið slaufuna á milli höfuðs og fram- og bakstykki á framstykki. Með natur Paris eru augun saumuð út og munnur á höfuð, saumið með smáu spori neðst á fæturna og neðst á handleggi, gerið 2 hnúta á fram- og bakstykki fyrir tölur, sjá mynd.

Leggið fram- og bakstykki ofan á hvort annað með röngu á móti röngu, heklið saman með 2 þráðum Safran þannig: Heklið 1 kl undir fyrri handlegg í gegnum bæði stykkin, *2 ll, hoppið yfir ca 1 cm, 1 kl yst í lykkjubogann í gegnum bæði stykkin*, endurtakið frá *-* í kringum allan piparkökukarlinn. Endið á 1 kl í 1. ll undir handlegg, klippið frá og festið enda.

Skylt efni: hekl

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024