Salka Valka-húfan
Grunnuppskrift fyrir húfu úr Huldubandi frá www. uppspuni.is, líka kjörin til þess að nýta afganga.
Stærð: M-L (ummál 55-58 cm)/ XL .
Prjónar: 3,5 mm og 4,5 mm – styttri hring- eða sokkaprjónar fyrir minna ummál, eða 80 cm hringprjónar (notað með töfralykkjuaðferð).
Prjónfesta: 18 L/10 cm slétt prjón.
Garn: u.þ.b. 75 gr. (Hulduband, tvíband, 50 gr/100 m).
Stækka eða minnka húfuna: Lykkjufjöldi í stroffinu deilist með 4, aukið út eftir stroffið svo lykkjufjöldinn deilist með 8.
Fitjið upp á minni prjóna 88/92 L (lykkjur) með mynsturlit, tengið í hring, setjið merki, skiptið yfir á aðallit og prjónið stroff 2L sl, 2L br, þar til stroffið mælist 6 cm.
Skiptið yfir á stærri prjóna og prjónið slétt: Aukið út um 8/4L í næsta umf.: 96L. Prjónið 1 umf. til viðbótar. Prjóna eftir litamynsturteikningu.
Prj. svo 2 umf. aukalega í aðallit.
Úrtaka: það getur hjálpað að setja merki fyrir framan hverja úrtöku.
1.umf: *prjónið 6L sléttar, prjónið 2L saman* út umferðina.
2.umf: *prj. 5L, prj. 2L sam.* út umferðina. 3.umf: * prj. 4L, prj. 2L sam.* út umferðina. 4.umf: * prj. 3L, prj. 2L sam.* út umferðina. 5.umf: * prj. 2L, prj. 2L sam.* út umferðina. 6.umf: * prj. 1L, prj. 2L sam.* út umferðina. 7.umf: * prj. 2L sam.* út umferðina.
Slítið bandið frá 15 cm frá síðustu lykkju og dragið endann í gegnum lykkjurnar. Gangið frá öllum endum. Pressið húfuna í form og notið með stolti og ánægju!
©Maja Siska ravelry: majasiska Facebook: Icelandisfullofwool www.skinnhufa.is