Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigríður Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir klára síðustu vaktina í Bændahöllinni.
Sigríður Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir klára síðustu vaktina í Bændahöllinni.
Líf&Starf 13. janúar 2016

Heiðurskonur kveðja Bændahöllina

Heiðurskonurnar og handboltahetjurnar Sigríður Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir létu af störfum sem ræstitæknar Bændasamtaka Íslands (BÍ) um síðustu mánaðamót, eftir áratuga störf fyrir samtökin. 
 
Þær stöllur voru formlega kvaddar í jólaboði Bændasamtakanna í hádeginu síðastliðinn þriðjudag og þakkað vel unnin störf. Sigríður sagði í samtali við tíðindamann Bændablaðsins að hennar starfsferill hjá BÍ, sem þá hét Búnaðarfélag Íslands, hafi byrjað árið 1969, í tíð Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra, eða fyrir 46 árum. Ingibjörg hóf störf sex árum seinna, eða 1975, og þá var Halldór enn við stjórnvölinn.
Sigríður segir að henni hafi boðist þetta starf eftir að Bændasamtökin fluttu úr Tjarnargötunni í Bændahöllina sem þá var nýlega byggð. Báðar tala þær um hvað þetta sé búið að vera ánægjulegt, sérstaklega að umgangast allt það skemmtilega fólk sem starfað hefur hjá Bændasamtökunum í gegnum tíðina.  
 
Skemmtilegt lið
 
„Þetta var svo skemmtilegt lið,“ segir Ingibjörg. „Þarna voru m.a. í upphafi bræðurnir Hannes Pálsson og Halldór Pálsson, Gísli gamli Kristjáns, Guðmundur Jósafats, Ólafur Stefánsson á Álftanesi og margir fleiri.“ Mikið hafi síðan breyst á löngum tíma, nema andinn í Bændahöllinni, hann sé alltaf góður. 
 
Hafa upplifað miklar breytingar á starfstímanum
 
Þegar þær Sigríður og Ingibjörg hófu störf voru tvær stofnanir bænda með starfsemi sína í Bændahöllinni. Það var Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda. Búnaðar­félag Íslands var lagt niður og sameinað Stéttarsambandi bænda með lögum árið 1994. Var það síðan formgert með stofnun Bændasamtaka Íslands árið 1995 sem eru í dag heildarsamtök íslenskra bænda. Þau eru samtök 13 búnaðarsambanda og 12 búgreinasambanda.
 
Sigríður og Ingibjörg eru því búnar að upplifa miklar breytingar á samtökum bænda og einnig á húsnæðinu sem starfsemin hefur verið í. Það hafa þær þrifið af mikilli samviskusemi alla tíð, eða þar til þær létu af störfum nú í lok nóvember. 
 
Handboltahetjur Íslands
 
Sigríður er í hugum margra ein af helstu handboltahetjum Íslendinga. Hún er Valsari út í gegn og lagði skóna á hilluna, eins og sagt er, 1969, eða sama ár og hún hóf störf hjá Búnaðarfélaginu.
„Ég lauk ferlinum með því að vinna Íslandsmótið með sigri uppi á Skaga. Við vorum líka búnar að vinna Fram og þetta var orðið ágætt,“ segir Sigga og hlær.
 
Ingibjörg, sem er mágkona Sigríðar, var líka mikil keppnismanneskja í handboltanum, en hún spilaði með Fram. Hún segir að þær hafi ósjaldan keppt á móti hvor annarri og tekist á af mikilli hörku. Stundum háttaði þannig til að þær voru báðar í kvöldmat hjá foreldrum hennar, en eftir mat fóru þær svo að keppa í handbolta, en báðar voru fyrirliðar sinna liða. Þótt rígur væri á milli félaganna skyggði það samt aldrei á vináttu þeirra. 
 
Sigríður segir að umhverfið og aðbúnaðurinn í handboltanum hafi gjörbreyst. Áður voru þær að keppa utanhúss, stundum á grasvöllum, en líka oft á malarvöllum. Geta má nærri að eftir keppni á malarvöllum hafi verið ansi mikið um skrámur.
 
Innilegar þakkir
 
Starfsfólk Bændablaðsins þakkar þeim Sigríði og Ingibjörgu fyrir alla þeirra eljusemi og sérlega notaleg kynni í gegnum tíðina. Er þeim óskað alls hins besta á komandi árum./HKr.

2 myndir:

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...