Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Prjónagleði: Allir mega taka þátt í hönnunarsamkeppninni um Fullveldispeysuna 2018 en veitt verða 1. 2. og 3. verðlaun á hátíðarkvöldverði Prjónagleðinnar og verða útvöldu peysurnar til sýnis á Prjónagleðinni.
Prjónagleði: Allir mega taka þátt í hönnunarsamkeppninni um Fullveldispeysuna 2018 en veitt verða 1. 2. og 3. verðlaun á hátíðarkvöldverði Prjónagleðinnar og verða útvöldu peysurnar til sýnis á Prjónagleðinni.
Líf&Starf 9. apríl 2018

Hönnunarsamkeppni á Fullveldispeysu í tengslum við Prjónagleði 2018 á Blönduósi

Í tilefni 100 ára fullveldis Íslands efnir Textílsetur Íslands á Blönduósi til hönnunarsamkeppni á Fullveldispeysu í tengslum við Prjónagleði 2018. 
 
Markmiðið með samkeppninni er að draga fram samlíkingu á milli fortíðar og nútíðar í sögu lands og þjóðar með tilvísun til fullveldis Íslands. Allir geta tekið þátt en skila verður inn myndum af fullbúnu verki fyrir 10. maí 2018 á netfangið samkeppni.textilsetur@simnet.is. 
 
Þriggja manna dómnefnd mun síðan kalla inn þær peysur sem þykja sigurstranglegastar. 20 peysur verða valdar úr innsendum myndum og verða þær sýndar í Félagsheimilinu á Blönduósi, 8.-10. júní nk. á Prjónagleðinni. Veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu og bestu útfærsluna
 
Prjón er hin hljóða iðja
 
Jóhanna Pálmadóttir hjá Textílsetri Íslands á hugmyndina af Fullveldispeysunni. 
 
„Já, þegar ég sá auglýsinguna um að landsmönnum væri boðið að taka þátt í hátíðarhöldum í tengslum við 100 ára fullveldi Íslands fannst mér einboðið að við værum þátttakendur í því sem hefur haldið lífi í þjóðinni í aldir. 
 
Prjón hefur verið vinna kvenna sem hingað til hefur ekki verið metin að verðleikum og því viljum við með Prjónagleðinni og nú með þátttöku í hátíðarhöldum í tengslum við 100 ára fullveldi Íslands hefja prjónið upp á æðra plan. 
 
Ástæða þess að peysa var valin en ekki annað prjónles er hreinlega vegna þess að fátt er þjóðlegra en peysa, ekkert prjónlesi hefur fylgt tísku eins vel og peysuprjón. Peysa vekur öryggi, hlýju og hún umvefur mann, sem er augljós tenging við fullveldi Íslands,“ segir Jóhanna.
 
Verður að vera úr íslenskri ull
 
En eru einhver sérstök þátt­tökuskilyrði í samkeppninni? 
 
„Við viljum fá alls konar peysur en skilyrði er að þær séu úr íslenskri ull. Peysurnar þurfa að höfða til þema Prjónagleðinnar „100 ára fullveldi Íslands“ með einum eða öðrum hætti að öðru leyti leggjum við þetta í hendur prjónafólksins. Fólk beðið um að senda inn myndir sem valið verður úr u.þ.b. 20 peysur sem síðan koma til dómnefndar,“ segir Jóhanna og bendir á nánari upplýsingar á þessari heimasíðu; http://prjonagledi.is/knitting-competition/. Skila verður inn ljósmyndum af fullbúnu verki fyrir 10.maí 2018 á netfangið samkeppni.textilsetur@simnet.is með fullu nafni og símanúmeri. Samkeppnin er unnin í samvinnu við nefnd vegna 100 ára fullveldis Íslands og Ístex. Sá sem sér um samskiptin við prjónafólki situr ekki í dómnefnd og heitir fullum trúnaði. 
Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...