Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Johan tekst á við hampplönturnar, sem nú er verið að þurrka í kjallara skólans.
Johan tekst á við hampplönturnar, sem nú er verið að þurrka í kjallara skólans.
Líf og starf 6. október 2021

Framhald sjálfbærnilotu Sólstafa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú fyrr í sumar vöktum við hér hjá Bændablaðinu athygli á sjálfbærnilotu 6.–7. bekkjar Waldorfskólans Sólstafa – en þá gróðursettu nemendur og kennarar um 2.500 plöntur af iðnaðarhampi.

Ætlunin var, og er enn, að gera hampsteypu úr uppskerunni og steypa pítsuofn svo hægt væri að baka föstudagspítsuna úti á skólalóðinni.
(www.bbl.is/folk/lif-og-starf/med-fostudagspitsuna-i-bigerd)

Vonast var til að plönturnar sem forræktaðar voru í skólanum og gróðursettar í Skammadal héldu velli og myndu ná að minnsta kosti 1–2 m að hæð. Allt kom þó fyrir ekki vegna úrhellisrigningar, roks og kulda sem dundi á þeim fyrstu vikurnar og því varð allhressilegur uppskerubrestur snemma sumars.

Hampfélagið kemur til aðstoðar

Þeir félagar Johan Andersson og Gunnar Dan Wiium, sem standa fyrir sjálfbærnilotunni, höfðu þó áttað sig á að slíkt gæti gerst, og í samvinnu við Hampfélagið var farið ásamt kvikmyndatökuliði í Garðyrkjuskólann í Hveragerði þar sem þeir, fyrir hönd Sólstafa, fengu gefna um 20 m² af 3–4 metra háum iðnaðarhamp.

Hampfélagið stendur að gerð heimildarmyndar um ræktun iðnaðarhamps á Íslandi og hefur kvikmyndatökuliðið verið á ferð víða um landið þar sem slík framleiðsla á sér stað. Óx þessi gróskulegi hampur, sem Sólstafir fengu, upp af yrki sem er sérstaklega hannað með nýtingu stilka/trefja í huga – en það hentar verkefni sjálfbærnilotunnar einmitt einstaklega vel.

Trénið aðskilið trefjunum

Aðspurður sagði Gunnar: „Nú stendur yfir þurrkun á hampinum í kjallara skólans, því næst fer vinna af stað, til að aðskilja trefjarnar og trénið. Trefjarnar eru ysta lag stilksins sem við munum nota í textíllotur með Brynhildi Þórðardóttur handverkskennara á meðan trénið, sem er stökkara og kurlast í minni einingar, verður notað í gerð trefjaplata fyrir smáföndur, útskurð, skartgripi, pappír og síðast en ekki síst, pítsuofn.“

Gaman er að fylgjast með ferlinu hjá krökkunum sem nú eru í 7 og 8 bekk, og eru margir hverjir mjög spenntir fyrir næsta skrefi, sem er að steypa pítsuofninn ...og baka pítsur.

Við hlökkum til að koma aftur í heimsókn og smakka!

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...