Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslandsmót í skógarhöggi fór fram á Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Hér er það Sigfús J. Oddsson sem beitir söginni.
Íslandsmót í skógarhöggi fór fram á Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Hér er það Sigfús J. Oddsson sem beitir söginni.
Mynd / Anna Jakobs
Líf og starf 11. júlí 2022

Skógarnir einn af seglum landshultans

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir tilgang Skógardagsins að kynna heimamönnum og gestum skógarmenningu, útivist í skógi og mikilvægi skógræktar sem framtíðaratvinnugreinar á svæðinu.

Skógardagurinn mikli, hefur verið haldinn árlega í Hallormsstaðaskógi um Jónsmessuleytið allt frá árinu 2005, eða fimmtán sinnum alls. Vegna kórónuveirunnar var ekki hægt að halda uppteknum hætti tvö undanfarin ár og því mikil ánægja að hægt var að blása til hans á ný nú í sumar.

Skógardagurinn er samstarfsverkefni skógræktenda á svæðinu, þ.e. Félags skógarbænda á Austurlandi og Skógræktarinnar. Einnig koma að deginum Félag sauðfjár- og kúabænda á Héraði og fjörðum. Skógardagurinn mikli er einn af aðalviðburðum sumarsins á Austurlandi, að sögn Þórs Þorfinnssonar, skógarvarðar á Austurlandi.

Nær tvö þúsund manns hafa sótt dagskrá Skógardagsins ár hvert og segir Þór að svo hafi einnig verið nú en þessi góða aðsókn geri daginn að stærsta einstaka viðburði í Múlaþingi á hverju sumri.

„Tilgangurinn með deginum er að kynna fyrir heimamönnum og gestum skógarmenningu, útivist í skógi og skógrækt og mikilvægi hennar sem framtíðaratvinnugrein á svæðinu. Austurland er þekkt fyrir sína víðfeðmu skóga, þeir eru einn af seglum landshlutans sem brýnt er að halda á lofti,“ segir Þór. Boðið var upp á fjölbreytt dagskrá á Skógardeginum. Má þar nefna Íslandsmeistaramót í skógarhöggi, þar sem Bjarki Sigurðsson fór með sigur af hólmi, Sigfús Jörgen Oddsson varð í öðru sæti og í því þriðja var Jón Þór Þorvarðarson

Kúabændur buðu upp á heilgrillað naut og sauðfjárbændur upp á grillað lambakjöt. Listamenn af ýmsum toga komu fram, m.a. Magni Ásgeirsson, og þá voru þrautir í boði fyrir yngstu kynslóðina. Ketilkaffið var á sínum stað sem og lummurnar en gestir gerðu veitingum góð skil. 

8 myndir:

Skylt efni: Skógardagurinn mikli

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...