Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslandsmót í skógarhöggi fór fram á Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Hér er það Sigfús J. Oddsson sem beitir söginni.
Íslandsmót í skógarhöggi fór fram á Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Hér er það Sigfús J. Oddsson sem beitir söginni.
Mynd / Anna Jakobs
Líf og starf 11. júlí 2022

Skógarnir einn af seglum landshultans

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir tilgang Skógardagsins að kynna heimamönnum og gestum skógarmenningu, útivist í skógi og mikilvægi skógræktar sem framtíðaratvinnugreinar á svæðinu.

Skógardagurinn mikli, hefur verið haldinn árlega í Hallormsstaðaskógi um Jónsmessuleytið allt frá árinu 2005, eða fimmtán sinnum alls. Vegna kórónuveirunnar var ekki hægt að halda uppteknum hætti tvö undanfarin ár og því mikil ánægja að hægt var að blása til hans á ný nú í sumar.

Skógardagurinn er samstarfsverkefni skógræktenda á svæðinu, þ.e. Félags skógarbænda á Austurlandi og Skógræktarinnar. Einnig koma að deginum Félag sauðfjár- og kúabænda á Héraði og fjörðum. Skógardagurinn mikli er einn af aðalviðburðum sumarsins á Austurlandi, að sögn Þórs Þorfinnssonar, skógarvarðar á Austurlandi.

Nær tvö þúsund manns hafa sótt dagskrá Skógardagsins ár hvert og segir Þór að svo hafi einnig verið nú en þessi góða aðsókn geri daginn að stærsta einstaka viðburði í Múlaþingi á hverju sumri.

„Tilgangurinn með deginum er að kynna fyrir heimamönnum og gestum skógarmenningu, útivist í skógi og skógrækt og mikilvægi hennar sem framtíðaratvinnugrein á svæðinu. Austurland er þekkt fyrir sína víðfeðmu skóga, þeir eru einn af seglum landshlutans sem brýnt er að halda á lofti,“ segir Þór. Boðið var upp á fjölbreytt dagskrá á Skógardeginum. Má þar nefna Íslandsmeistaramót í skógarhöggi, þar sem Bjarki Sigurðsson fór með sigur af hólmi, Sigfús Jörgen Oddsson varð í öðru sæti og í því þriðja var Jón Þór Þorvarðarson

Kúabændur buðu upp á heilgrillað naut og sauðfjárbændur upp á grillað lambakjöt. Listamenn af ýmsum toga komu fram, m.a. Magni Ásgeirsson, og þá voru þrautir í boði fyrir yngstu kynslóðina. Ketilkaffið var á sínum stað sem og lummurnar en gestir gerðu veitingum góð skil. 

8 myndir:

Skylt efni: Skógardagurinn mikli

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...