Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hundrað ára afmælishóf UMSE var haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fyrr í þessum mánuði.
Hundrað ára afmælishóf UMSE var haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fyrr í þessum mánuði.
Líf og starf 9. maí 2022

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ungmennasamband Eyja­fjarðar, UMSE, fagnaði 100 ára afmæli sínu með hófi í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fyrr í apríl en félagið var stofnað á Akureyri 8. apríl árið 1922.

Flutt voru ávörp, ungmenna­félagsfólk heiðrað fyrir mikilvæg störf fyrir sambandið og ung­menna­félagshreyfinguna og þá voru sambandinu færðar gjafir. Í tilefni af 100 ára afmælinu gaf sambandið út afmælisrit þar sem stiklað var á stóru í hundrað ára sögu þess. Ritstjóri þess er Óskar Þór Halldórsson, en ritið er tæpar 200 blaðsíður í A4 broti.

UMSE hét í fyrstu Héraðs­samband ungmennafélaga Eyja­fjarðar, skammstafað HUMFE, en fjórum árum síðar var nafninu breytt í Ungmennasamband Eyjafjarðar. Tólf félög stóðu að stofnun sambandsins en aðeins tvö þeirra, Ungmennafélag Svarfdæla á Dalvík og Ungmennafélagið Reynir á Árskógsströnd, eru enn starfandi. Auk þeirra eru aðildarfélög UMSE; Golfkúbburinn Hamar í Dalvíkurbyggð, Blakfélagið Rimar í Dalvíkurbyggð, Sundfélagið Rán í Dalvíkurbyggð, Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður í Svarfaðardal, Hestamannafélagið Hringur í Dalvíkurbyggð, Skíðafélag Dal­víkur, Ungmennafélagið Smárinn í Hörgársveit, Ungmennafélagið Samherjar í Eyjafjarðarsveit, Miðgarður – akstursíþróttafélag í Dalvíkurbyggð, Hesta­­manna­­félagið Þráinn í Grýtubakka­hreppi og á Svalbarðs­strönd, Ung­menna- félagið Æskan á Svalbarðs­strönd
og Hestamanna­félagið Funi í Eyja­fjarðar­sveit.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, var ein þeirra ungmennafélaga sem hlaut gullmerki UMSE í afmælishófi sambandsins. Hún hefur verið ötul í starfi íþróttafélaga á svæðinu og var framkvæmdastjóri fyrsta Unglingalandsmóts UMFÍ, sem var haldið á Dalvík árið 1992.

Fjöregg félagslífsins hinna dreifðu byggða

Saga UMSE í hundrað ár er nátengd byggðasögu Eyjafjarðar. Ungmenna­félögin voru fjöregg í félags- og menningarlífi hinna dreifðu byggða í Eyjafirði, eins og annars staðar á landinu. Í kringum starfsemina er merkileg saga kringum félagsmál og þá hefur frumkvöðlastarfsemi alla tíð einkennt UMSE. Sem dæmi má nefna að Unglingalandsmót UMFÍ, sem er af mörgum talin skautfjöðurin í starfi UMFÍ, var stofnað og fyrst haldið af UMSE, á Dalvík 1992, en þar var hugsjónafólk á ferð sem tók af skarið.
Spegilmynd af fjölbreyttri starfsemi má glögglega sjá í 100 ára afmælisriti sambandsins. Þar er greint frá ýmsu sem hæst hefur borið í starfsemi UMSE og ungmennafélaganna síðustu hundrað árin og kennir margra grasa en starfsemin er afar fjölbreytt, íþróttir, leiklist, skógrækt og sumarbúðir svo dæmi séu tekin.

Böggvisstaðafeðgar skipuðu lengi sigursæla briddssveit Ungmennafélags Svarfdæla á Dalvík. Frá vinstri: Jón Jónsson, Gunnar Jónsson, Stefán Jónsson og Jón Jónsson.

Fjöldi viðtala við þá sem komu við sögu

Í ritinu er fjöldi viðtala við þá sem komu við sögu, t.d. Björgvin Björgvins­son skíðamann, Jón Sævar Þórðarson, frjálsíþróttaþjálfara og fyrrum framkvæmdastjóra UMSE, Snjólaugu Vilhelmsdóttur frjálsíþróttakonu, Aðalstein Bern­harðs­son frjálsíþróttamann, Svein Jónsson fyrrverandi formann UMSE, Stefán Árnason frjálsíþróttamann, Guðmund Búason skákmann, Stefán Svein­björnsson, briddspilara á Svalbarðsströnd, Björn Friðþjófsson, knattspyrnu- og félagsmálafrömuð á Dalvík og marga fleiri. Helstu málefnin sem brenna á UMSE þessa dagana er að greina og sporna gegn brottfalli í kjölfar Covid, breytt heimsmynd og möguleg koma flóttafólks inn í hreyfinguna og almenn lýðheilsa.

Afmælisritið er öllum áhuga­sömum aðgengilegt á rafrænu formi á heimasíðu UMSE en einnig er hægt að fá ritið í prentuðu formi endurgjaldslaust hjá sambandinu.
Formaður UMSE er Sigurður Eiríksson, Eyjafjarðarsveit en framkvæmdastjóri Þorsteinn Marinós­son. 

Dalvískir skíðamenn á skíðamóti UMSE á Dalvík árið 1967. Frá vinstri: Þorsteinn Skaftason, Heiðar Árnason, Baldur Friðleifsson og Stefán Steinsson.

Fræknir UMSE-blakarar líklega veturinn 1972–1973. F.v.: Ómar Ingason, Jón Steingrímsson, Gunnar Jónsson, Aðalsteinn Bernharðsson, Hreiðar Steingrímsson, Tryggvi Tryggvason, Friðrik Steingrímsson, Friðrik Snorrason og Ragnar Daníelsson.

Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, er einn af mestu afreksmönnum UMSE frá upphafi. Hann var í tíu ár kjörinn íþróttamaður UMSE. Mynd / Guðmundur Jakobsson

Ungmennafélagshreyfingin var langt fram eftir tuttugustu öldinni skipuð körlum í flestum trúnaðarstöðum. UMSE var stofnað 1922 en Emilía Baldursdóttir í Eyjafjarðarsveit, var fyrst kvenna til þess að sitja í aðalstjórn/varastjórn UMSE. Hún var í varastjórn 1969–1970 og ritari aðalstjórnar UMSE starfsárið 1973–1974. Hér er hún á ársþingi UMSE með Birgi Þórðarsyni gjaldkera, Hauki Steindórssyni formanni og Vilhjálmi Björnssyni meðstjórnanda.

Ungir knattspyrnumenn í Ungmennafélagi Svarfdæla. Aftari röð frá vinstri: Benedikt Hilmarsson, Þórólfur Antonsson, Guðmundur Björnsson, Björn Þór Árnason, Jón Ingi Björnsson og Kristján Þór Júlíusson. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Jónsson, Björn Friðþjófsson, Jón Emil Gylfason, Stefán Ægisson og Hermann Jón Tómasson.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...