Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hönnuðurinn Susan Lee er ein þeirra sem stendur í ræktun baktería til þess að vinna textíl. Fatnað úr lífefnum má sjá hér að ofanverðu
Hönnuðurinn Susan Lee er ein þeirra sem stendur í ræktun baktería til þess að vinna textíl. Fatnað úr lífefnum má sjá hér að ofanverðu
Menning 2. apríl 2024

Mót hraða ljóssins

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í gegnum árin hefur mannkynið verið óþarflega hrifið af því að hraða öllum mögu- og ómögulegum hlutum, hvort sem er að hafa kvöldverðinn tilbúinn á tveimur mínútum með aðstoð örbylgjurétta eða því sem er að kaffæra heiminn þessa dagana, hraðtískunni.

Í dag eru þó einhverjir að spyrna við fótunum og gera sér grein fyrir jákvæðninni sem felst í því að anda hægar. Uppátækjasamir matgæðingar og vísindamenn tóku sig til dæmis til og hófu ræktun á hamborgara undir því grípandi nafni „The Impossible Burger“. Þar er ekki verið að stíla borgarann sérstaklega inn á grænmetisætur heldur á hinn almenna markað því þó ekkert kjöt sé að finna í borgaranum þá þykir hann smakkast sem slíkur.

Á meðan flestir grænmetisborgarar eru búnir til úr svörtum baunum, soja, sveppum eða korni, og smakkast á þá leið, er hráefnið sem gefur The Impossible Burger bragðið af kjöti hemóglóbín, efnasamband sem inniheldur járn, og í kjöti, kemur úr vöðvum eða vefjum dýra.

Við gerð borgarans er þetta efni byggt á soja og kemur frá gergerjun.

Vinsældir þessa kjötlausa hamborgara hefur fengið hörðustu kjötætur til að prófa.
Komin á bragðið

Með hamborgararæktun í huga mætti halda að framúrstefnulegir tískuhönnuðir hafi komist á bragðið, því nú hafa fyrstu ræktuðu flíkurnar litið dagsins ljós. Samstarf hönnuða við verkfræðinga og lífefnafæðinga hefur knúið fram nýjungar sem standa vart á fótum í hugarflugi flestra. Þarna er um svokallaða „Biocouture Fashion“ að ræða, eða lífefnalega hátísku sem er akkúrat á par við hina sjálfbæru framtíð tískuiðnaðarins sem óskað er.

Forsvarsmenn tískuveldanna hafa æ oftar velt fyrir sér hvort möguleiki sé á að breyta framleiðsluferlinu algjörlega? Hvað ef við gætum ræktað föt, í stað þess að búa til fataefni úr dauðum dýrum sem endar með því að rotna í urðun, eða flýtir fyrir loftslagsbreytingum með útblæstri frá brennsluofni? Jú, þetta virðist vera í þróun undir nafninu Biofabricate sem má lauslega
þýða sem lífefnaframleiðslu.

Auðvitað hafa ýmsar tilraunir hönnunar rannsóknastofa náð að halda velli. Þar er sjálfsagt efst á baugi sveppaleðrið Mylo, hugarfóstur hönnunarstofunnar Bolt Threads, sem tískuveldi á borð við Stellu McCartney, Ganna, Adidas og Lululemon hafa nýtt í fatnað sinn. Sífellt fleiri tískusnillingar hafa síðan – með samvinnu við efnafræðinga – tekið til við tilraunir á blöndun lífefna með það fyrir augum að skapa textíl.

Nýtt líf kviknar

Ekki er langt síðan fyrsti fundur áhugamanna um framleiðsluferli lífefna var haldinn. Var hann vel sóttur af hinum ýmsu hönnuðum tískunnar sem eiga það sameiginlegt að vilja kynna sér hvaða möguleika er að fá úr náttúrunni. Meðal hápunkta var garn úr smokkfisk-DNA, litarefni sem byggir á þörungum og auðvitað risastór sýnishorn af sveppaleðri. En til viðbótar er nú hafin ræktun lífefna sem nota má í klæðisstranga.

Í því ferli er einungis notast við plöntuúrgang og efnið framleitt af bakteríum í vökvatanki sem framleiðir síðan bakteríusellulósa – sem síðan er mótað í fatnað. Með öðrum orðum er um lífefnafræðilegt fatagerðarferli að ræða sem byggir hvorki á því að vinna úr auðlindum sem trufla fæðukeðjur náttúrunnar eða aðfangakeðjum samfélagsins, heldur eru efnin unnin úr lifandi örverum sem bókstaflega býður upp á ferskt loft í fataskápnum þínum.

Ef vitnað er í vísindamanninn Matt Scullin, núverandi forstjóra MycoWorks, rannsóknarstofu sveppa- leðurs og brautryðjanda lífefna, þá segir hann mannkynssögunni gjarnan lýst með efnum sem eiga við hverja öld, t.a.m. steinöld, bronsöld og þar fram eftir götunum – en að nú séum við mannkynið á upphafsdögum lífefnaaldar.

... og vindar blása

Það er vel hægt að taka undir þessi orð þó nokkuð sé í að byltingin sé alger, en í það minnsta megum við eiga von á að „nýju lífi“ verði blásið í fataskápinn áður en varir.

Að rækta bakteríur til að búa til fatnað býður upp á allt aðra, mjög náttúrulega lausn á fataframleiðslu og alger endurskoðun á því klæði sem hægt er að vinna úr uppsprettum heimsins okkar. Í dag teljum við sjálfsagt að fötin okkar verði úr bómull eða borðin okkar úr tré, en með nýrri uppsprettu efnis opnast dyr óteljandi möguleika.

Skylt efni: tíska

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...