Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tímafrekt og krefjandi að taka myndir af lömbum
Líf&Starf 16. desember 2016

Tímafrekt og krefjandi að taka myndir af lömbum

Fallegar andlitsmyndir af nýlega fæddum lömbum í sínu náttúrulega umhverfi prýða lambadagatalið fyrir árið 2017 sem er nýlega komið í sölu. 
 
Ragnar Þorsteinsson, sauðfjár­bóndi í Sýrnesi í Aðaldal, gefur það út og þetta er í þriðja sinn sem hann stendur fyrir útgáfu á sérstöku lambadagatali með stórum andlitsmyndum af íslenskum unglömbum. 
 
Dagatalið er í A4 stærð, hver mánuður er á einni blaðsíðu og það er gormað með upphengju, þannig að auðvelt er að hengja það upp, þar sem henta þykir. Á dagatalinu eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar en einnig eru merkingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Þannig er þjóðlegum fróðleik fléttað inn í dagatalið en það, auk fallegra mynda af nýfæddum lömbum, veitir því lengri líftíma umfram það ár sem venjan er með dagatöl.
 
Ragnar gaf út svipuð dagatöl fyrir árin 2015 og 2016 og voru viðtökur góðar. Í ár var verkefnið fjármagnað á Karolina Fund og sú leið tókst vel og viðtökur frábærar. Sú fjármögnun byggist á að dagatölin eru keypt þar í forsölu. Það minnnkar þá fjárhagslegu áhættu sem óhjákvæmlega er í svona útgáfustarfsemi. Auk dagatalsins og lambakorta með myndum af venjulegum unglömbum, er Ragnar einnig með fjögurra mynda seríu á kortum af ungum íslenskum forystulömbum. „Ég er nú mest að selja þetta beint frá býli einsog sagt er og þá í gegnum www.facebook.com/lambidmitt/  og lambidmitt@gmail.com. Einnig eru dagatölin til sölu í nokkrum verslunum. Megintilgangur þessarar útgáfu er fyrst og fremst að breiða út fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar og auka enn á þá jákvæðni sem hún á í þjóðfélaginu. Ég veit ekki til þess að áður hafi verið gerðar viðlíka ljósmyndaseríur af íslenskum unglömbum og hér er unnið með.“  
 
Nærir sál og líkama að mynda lömb
 
Ragnar er sauðfjárbóndi í Sýrnesi í Aðaldal, en hann tekur einnig mikið af ljósmyndum og á m.a. allmargar myndir í metsölubókinni „Forystufé“ er nýverið kom út. „Það er tímafrekt og krefjandi að taka myndir af lömbum, líkt og af öðru ungviði. Þau er sjálfstæð og á sífelldri hreyfingu, fylgjast vel með því sem er í gangi í kringum sig og eru lítið fyrir að standa kyrr og pósa á meðan myndavélinni er stillt upp. Flestar myndanna eru teknar þegar sauðburður er í fullum gangi og þá er skiljanlega ekki mikill tími til annarra verka.  En myndatakan er mjög skemmtileg og það nærir bæði sál og líkama að leggjast út á tún og taka myndir af lömbum. Þau mynda ég ýmist með mæðrum sínum eða ein og þá þarf að vera búið að vinna sér inn traust þeirra svo þau hlaupi ekki skelkuð í burtu,“ segir Ragnar. 
Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...