Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Á 85 hestafla þýskum  gæðingi í löngum prufuakstri
Mynd / Hjörtur L. Jónsson
Á faglegum nótum 28. október 2014

Á 85 hestafla þýskum gæðingi í löngum prufuakstri

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Í ágúst síðastliðinn tók ég lengsta prufuakstur sem ég hef tekið á nýju ökutæki með það í huga að fjalla um tækið í Bændablaðinu. Mér var boðið í 10 daga mótorhjólatúr að prufa BMW F800 GS árgerð 2014 af umboðsaðila BMW mótorhjóla á Íslandi.

Reykjavík ­Motor ­Center bauð mér að fara sem öryggis­fylgdarmaður með nokkrum erlendum ferðamönnum 3.500 km hringferð um landið.

Í boði var vel útbúið hjól

Hjólið sem mér var boðið var með aukabúnaði sem er veltigrind, festingar fyrir farangurstöskur á hliðum og svokölluð topptöskufesting fyrir aftan farþegasætið. Hlífar fyrir framan hendurnar til varnar grjótkasti, virkar vel sem vind- og regnhlíf líka, einnig var hlífðarplata undir mótornum til varnar fyrir púst og vél á torfærum, grýttum vegslóðum. Mér bauðst að hafa töskur allan hringinn fyrir farangur, en kaus að fara bara með eina tösku fyrir aftan farþegasætið (topptösku). Öll BMW mótorhjól eru útbúin með ABS-bremsubúnaði, tveggja þrepa hita í handföngum, einnig er komið í sumar tegundir BMW-hjóla spólvarnarbúnaður sem er í F800 hjólunum.

10 dagar við misjöfn akstursskilyrði

Fyrstu tveir dagarnir voru í ágætis veðri, en fóru að mestu í að kenna einum ferðafélaganum að keyra mótorhjól á malbiki. Ferðahraðinn byrjaði í 40 til 50 á Nesjavallavegi og var kominn í 90 kílómetra hraða á miðjum öðrum degi ferðarinnar.

Á degi þrjú voru malarvegir, fyrst Hellisheiði eystri, brattur upp úr Berufirðinum og er hlykkjóttur malarvegur með tilheyrandi holum. Þarna passaði vel að finna réttu stillinguna fyrir mitt aksturslag á malarvegi. Eftir nokkurt fikt í fjöðruninni taldi ég mig vera kominn með þægilega stillingu. Mjúkleiki tölvustýrðrar fjöðrunar var á miðstillingu (norm) og spólvörnin stillt á „enduro“, sem leyfði aðeins meira átak og smá spól á afturdekkið áður en sjálfvirk spólvörnin tók kraftinn úr vélinni ef gefið var of mikið í.

Áfram var ekið og á malbiki að Grímsstöðum, en þaðan og niður í Ásbyrgi hefur löngum verið með eindæmum vondur vegur. Þarna naut BMW F800 hjólið sín best af hjólum ferðarinnar hvað fjöðrun varðar. Oft hef ég ekið þennan veg, en aldrei eins mjúklega og á þessu hjóli.

Kom á óvart í miklum hliðarvindi

F800 hjólið hafði betri aksturs­eiginleikana fram yfir önnur hjól í ferðinni á slæmum malarvegum. Sérstaklega þar sem farið var upp brekkur með mikilli lausamöl og þvottabrettum. Þar naut spólvörnin sín vel og ef undirlag er einstaklega laust er hægt að taka spólvörnina af með því að ýta á takka í stýrinu á broti úr sekúndu. Eitt kvöld ferðarinnar á leggnum um Vestfirði, tókum við fjögur hjól og fórum slæman og grýttan slóða frá botni Tálknafjarðar að hvalstöðinni á Suðureyri. Við bárum saman hjólin á vegstubb við Lambeyri, handan fjarðarins þar sem þorpið í Tálknafirði stendur. Við vorum allir sammála um að BMW F800 hjólið hafi verið best við svona aðstæður. Hin hjólin voru BMW 700 og BMW 1200.

Síðustu þrjá daga ferðarinnar, frá Patreksfirði til Reykjavíkur, var einstaklega mikið rok. Mesti vindur samkvæmt sjálfvirkum vindmælum Vegagerðarinnar á bilinu 18 til 25 metrar á sek. og meira í hviðum. Að keyra þetta hjól í miklum vindi kemur glettilega á óvart og hefði ég ekki viljað vera á öðru hjóli í svona miklum vindi. Á Snæfellsnesi fuku útlendingar á mótorhjóli út af veginum og slösuðust nokkuð. Samkvæmt vindmælum var minni vindur þann dag en þegar við fórum þarna um.

Borgar sig að kaupa hjólið með megninu af aukaútbúnaðinum

Vélin er tveggja strokka 800cc. og á að skila 85 hestöflum við 7.500 snúninga. Sætishæðin er 88 cm, þyngd hjólsins með fullan bensíntank (17 lítrar) er 214 kg. Bensíneyðsla er á bilinu 4,4–4,8 lítrar á hundraðið. Umboðsaðilinn Reykjavík Motor Center,Kleppsvegi hefur verið að bjóða hjólið með hlífðarpönnu undir vél, töskufestingum, handarhlífum og veltibogum á hliðar (krassvörn). Þessi búnaður kostar nálægt 150.000 aukalega og er góð fjárfesting sem borgar sig strax við fyrsta fall. Grunnverð á BMW F800 GS er 2.800.000. Eftir 3.300 km reynsluakstur þá hef ég aldrei keyrt hjól sem hentar betur til ferðalaga fyrir íslenskar aðstæður. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjavík Motor Center Kleppsvegi á vefsíðunni www.rmc.is..

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...