Ananasjarðarber bera aldin
Pineberry eða ananasjarðarber er ræktunarafbrigði af jarðarberjum, sem varð til við víxlfrjóvgun Fragaria chiloensis frá Suður-Ameríku og Fragaria virginiana frá Norður Ameríku.
Plantan og aldinin líkjast jarðarberjum að því undanskildu að berin eru hvítt eða ljósbleik með rauðum fræjum og bragðast eins og sambland af ananas og jarðaberjum. Plantan var sett á markað í Þýskalandi í apríl 2009 og töldu margir að um aprílgabb væri að ræða.
Pineberry er komin í ræktun hér á landi en takmörkuð reynsla er að henni enn sem komið er. Hún er ræktun eins og jarðaber og þrífst best í skjóli og á sólríkum stað. Nauðsynlegt er að skýla henni yfir veturinn.