Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Beit er list – skipulag
Mynd / Guðmundur Jóhannesson
Á faglegum nótum 16. maí 2017

Beit er list – skipulag

Höfundur: Elin Nolsöe Grethardsdóttir, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Sigtryggur Veigar Herbertsson, ráðunautar RML.
Kýrskýrir kúabændur gera sér grein fyrir að til þess að nýta beitina sem best er nauðsynlegt að skipulag sé í lagi.  Þar kemur inn í afkastageta beitarsvæða, meðferð þeirra, gönguleiðir og vegalengdir frá fjósinu.
 
Þó að til séu nokkrar útfærslum á beitarkerfum, henta okkar aðstæðum hólfabeit og randbeit hvað best, stundum eru þessi tvö kerfi sameinuð.  Sumir nota stöðuga beit, en þá er beitin í stóru hólfi í lengri tíma, oft eldri tún, úthagi og há. Kostir þessarar aðferðar er minni vinna og fjárfesting, en mun lakari nýting á landi og skepnum.
 
Hólfabeit
 
Hólfabeit þar sem skipt er niður í hólfi gefst vel til að stýra aðgengi að vissum svæðum og gefur færi á að friða þau á milli notkunar. Beit með þessari aðferð kostar nokkra vinnu í uppsetningu girðinga, viðhaldi og skipulagsvinnu, þannig að vöxtur í hverju hólfi henti á þeim tíma sem þau skulu beitt.
 
Vaxtatími er misjafn á milli svæða, og á milli ára ef því er að skipta, svo skipulagið verður að vinna með reynslu áranna á undan.  Þá er nauðsynlegt er að snyrta hólfin til með ruddasláttuvél til að jafna vöxtinn í upphafi hverrar hvíldarlotu, það hjálpar einnig til við að koma mykjunni betur ofan í jarðveginn, gott væri ef hægt væri að láta rigna á vaxtatímanum, en það er ekki alltaf möguleiki og væri á það reynandi að vökva þau til að minnka mykju sem getur valdið því að endurvöxtur nýtist ekki sem skyldi. Vinnu og kostnaðarliður við uppsetningu á hólfabeitinni er talsverður en síðan er vinnan einskorðuð við að opna og loka hliðum og fara yfir með ruddasláttuvélinni.  
 
Randbeit
 
Randbeit er frekast notuð á gæðamikilli beit t.d. grænfóður, þá er beitinni skammtað með lausum rafgirðingarborða og fært eftir þörfum. Ekki má samt spara við kýrnar ef beitin á að nýtast til afurða.  
Það er góður siður þar sem því er hægt að koma við að vera líka með rafborða fyrir aftan kýrnar þannig að hægt sé að friða áður bitið land fyrir traðki og aðgangi ef meiningin er að nýta endurvöxtin.  Vinnan við randbeitina er stöðugri en við hólfbeitina en vinna og kostnaður við uppsetningu minni.
 
Gönguleiðir
 
Mikilvægt er að huga tímanlega að því að snyrta klaufir (gott er að miða við 30-45 daga) til að koma í veg fyrir að kýrnar verði sárfættar fyrstu dagana.
 
Góðar rekstrarleiðir með grófri, drenandi möl neðst eru mikilvægar. Púkk er ekki hentugt sem yfirborð á göngusvæði kúnna vegna þess hve hvassar brúnir er á því en 0-2 mm efni er hentugt en verður þá að vera laust við lífrænar agnir svo það vaðist ekki út í bleytutíð. Eins mætti hugsa sér að nýta gróft trjákurl ef það er í boði.
 
Ráðgjafar RML eru innan handar varðandi bætta nýtingu beitar fyrir mjólkurkýr.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...