Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Verðlaunabíllinn Peugeot 308.
Verðlaunabíllinn Peugeot 308.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 16. október 2014

Bíll ársins 2015 - Peugeot 308

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Í síðustu viku völdu bíla­blaðamenn í Samtökum bílablaðamanna á Íslandi bíl ársins 2015, Peugeot 308. Áður hafði þessi bíll verið valinn bíll ársins í Evrópu 2014.

Þar sem ég hafði ekki prófað bílinn vildi ég aðeins kynnast gripnum og gefa mitt álit á honum. Það var auðfengið mál að fá bílinn lánaðan hjá Bernhard, umboðsaðila Peugot, til prufuaksturs um síðustu helgi.

Stutti bíltúrinn endaði í 200 km ánægjulegum akstri

Vélin á bílnum sem prófaður var er 1,6 dísilvél sem á að skila 116 hestöflum. Ekki hafði ég hugsað mér að keyra bílinn langt né mikið, en það var einfaldlega svo gaman að keyra bílinn að þegar upp var staðið hafði ég keyrt 195 km, eytt að meðaltali 5,3 lítrum á hundraðið og meðalhraðinn var 51 km á klukkustund. Uppgefin eyðsla er 5,0 í blönduðum akstri þannig að uppgefin eyðsla er nokkuð í takt við aksturslag mitt á þessum bíl.

Peugot 308 er með betri bílum sem ég hef prófað í ár

Það var ekki margt sem ég gat fundið að bílnum, þó fannst mér þegar ég lagði af stað á köldum bílnum að gírstöngin væri kaldasta gírstöng sem ég hef snert í upphafi bíltúrs (átti eftir að breytast). Fulllágt er undir hann að framan en á móti mjög hár að aftan. Á malarvegum er Peugot 308 aðeins laus að aftan í beygjum og framdekkin senda smásteina upp undir „sílsana“ með fullmiklum hávaða. Einnig hefði verið æskilegt að mælaborðið sýndi hvenær ætti að skipta gírunum niður en ekki bara þegar skipta ætti upp.     Allt annað fannst mér frábært og erfitt er að telja það upp.

Vélin einstaklega spræk

Snerpan í bílnum er með ólíkindum, úr kyrrstöðu stekkur bíllinn hreinlega af stað og þessi 116 hestafla vél er mjög fljót að ná snúning. Á malbiki er bíllinn hreinn draumur, liggur vel í beygjum þar sem malbik er þurrt (spólvörnin fór oftar en einu sinni í gang þegar bílnum var gefið út úr beygjum þar sem malbikið var blautt og nýtt). Veghljóð á malbiki er nánast ekkert, en of mikið steinahljóð á malarvegum frá framdekkjum. Framsætin eru þægileg og styðja vel við bakið, hægt að hækka og lækka töluvert mikið, en í lægstu stillingu finnst manni að maður sitji á götunni. Stýrið er frekar lítið, en mjög þægilegt. Allur stjórnbúnaður er á góðum stöðum í og við stýrið og þarf nánast aldrei að sleppa stýri nema þegar skipt er um gír.

Enginn geislaspilari, en frábær hljómgæði í útvarpi

Verðið á Peugeot 308 er frá 3.360.000 á ódýrasta bílnum, en bíllinn sem ég prófaði var sá dýrasti og kostar 4.190.000. Hægt er að fá bílinn með ýmsum aukabúnaði sem bætist ofan á grunnverð, s.s. felgur, gluggavindhlífar, hliðarlista, þverboga á topp, dráttarkrók og geislaspilara í mælaborð ásamt fleiru.

Peugeot 308 er ekki með geislaspilara, en með USB tengi í staðinn og er ekki hægt annað en að hæla hljómgæðunum í útvarpinu sem eru hreint mögnuð. Mjög góðar upplýsingar eru um bílinn á vefsíðunni www.peugot.is. Lokaorð mín eru að bíllinn stendur fyllilega undir nafnbótinni sem bíll ársins.

Helstu mál: Bæði hægt að fá Peugeot 308 með bensínvélum sem er frá 82 upp í 156 hestöfl og dísilvélum sem eu frá 92 hestöflum upp í 116 hestöfl.

6 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...