Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi
Á faglegum nótum 30. nóvember 2022

Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá MAST.

Nýverið greind­ist Bovine Para­influenza Virus 3 (BPIV3) í fyrsta skipti hér á landi.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir.

Um er að ræða veiru sem veldur vægri öndunar­færasýkingu í nautgripum. Ekki er talin ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða vegna greiningarinnar en Matvælastofnun vill upplýsa um málið og um leið minna á mikilvægi sóttvarna í umgengni við nautgripi.

Ekki hafa verið mæld mótefni reglubundið gegn þessari veiru þannig að ekki er vitað hvort um er að ræða einstakt tilfelli eða hvort veiran sé útbreidd í nautgripastofninum. Veiran veldur oftast vægum einkennum og sýking getur því hafa farið það dult að ekki hafi orðið vart við hana.

Öndunarfærasýkingar eru mjög sjaldgæfar í nautgripum á Íslandi og sýni því sjaldan tekin til rannsókna á smitefnum sem þeim valda og ekki hefur verið talin ástæða til þess að skima fyrir þeim sérstaklega. En í ljósi þessarar greiningar er stefnt að því að kanna útbreiðslu veirunnar á næstunni.

Tilefni þess að gerð var mæling á mótefnum gegn þessari veiru, ásamt fleiri veirum, var að á kúabúi á NA­landi voru kýr með skitu og einkenni frá öndunarfærum á sama tíma. Kýrnar voru að veikjast af skitu í annað sinn á einu ári, sem er óvanalegt. Þær urðu mun veikari í seinna skiptið og sýndu eins og áður segir einkenni frá öndunarfærum á sama tíma.

Um var að ræða þurran hósta, mæði við áreynslu og blóðnasir. Einkennin fóru yfir allt fjósið en minna virtist vera um blóðnasir hjá kálfunum. Tekin voru sýniúr6kúmábænumogsá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum um að senda sýnin til erlendra rannsóknarstofa í viðeigandi rannsóknir miðað við sjúkdómseinkenni. Sýnin voru öll neikvæð m.t.t. mótefna gegn smitandi slímhúðarpest (BVD), smitandi barkabólgu (IBR (BHV1)) og smitandi öndunarfærabólgu (BRSV) en 5 sýni af 6 voru jákvæð hvað varðar mótefni gegn Bovine Parainfluensa 3 virus (BPIV3).

BPIV3 er landlæg í nautgripum víðast hvar í heiminum. Veikindi eru algengust í kálfum sem ekki hafa fengið næg mótefni í gegnum brodd. Sýkingin er yfirleitt væg. Helstu einkenni eru hiti, nefrennsli og þurr hósti. Í kjölfar BPIV3 sýkingar geta komið önnur smitefni, sem valda mun alvarlegri einkennum. Ekki varð vart við nein alvarlegri einkenni í kjölfar sýkingarinnar á umræddum bæ og hafa gripirnir allir náð sér og eru einkennalausir.

Þó BPIV3 hafi ekki greinst áður hér á landi telur Matvælastofnun ekki ólíklegt að BPIV3 sé í einhverjum mæli til staðar í nautgripum. Fyrirhugað er að taka sýni víða á landinu á næstu mánuðum til að kanna útbreiðslu veirunnar.

Mikilvægt er að bændur og allir sem starfa sinna vegna koma inn á kúa­ og nautaeldisbú gæti ávallt vel að sóttvörnum. Mikilvægustu liðir í að draga úr hættu á smitdreifingu er að klæðast hreinum hlífðarfatnaði, þrífa skófatnað vel eftir hverja heimsókn og þvo hendur.

Tekið skal fram að veiran veldur ekki sýkingum í fólki og hefur ekki áhrif á heilnæmi mjólkur og kjöts.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...