Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Can-Am sexhjól með magnaða sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli
Á faglegum nótum 14. ágúst 2014

Can-Am sexhjól með magnaða sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Allt frá því að ég sá kynningar­myndband á YouTube af Can-Am sexhjóli fara yfir stórgrýtisurð hef ég beðið eftir að fá að prófa gripinn. Biðinni er nú lokið, þar sem mér gafst kostur á að prufuaka tækinu fyrir skömmu í boði Ellingsen. Í stuttu máli varð ég alveg heillaður af fjöðruninni við þær aðstæður sem ég prófaði hjólið.

Ótrúlega kraftmikil V2 1000 cc vél

Við Bláfjallaafleggjara er gömul mótorkrossbraut sem er virkilega óslétt, grýtt og með kröppum beygjum þar sem ég reynsluók hjólinu fyrir skemmstu. Það sem mótorkrossmenn kalla „vúbsa“ eru mjög stór þvottabretti sem eru allt að metra djúpar öldur hver á eftir annarri og þarna ók ég hring á hjólinu og varð hreint hissa á hversu vel fjöðrunin var að fara vel með mig. Næst var það hliðarhalli. Í slíkum halla er fjórhjólum og sexhjólum gjarnt að leita mikið undan hallanum, en þetta hjól leitaði merkilega lítið undan hallanum. Næst var það krafturinn, en upp brattan kant var magnað að finna hvernig öll sex hjólin gáfu grip til að komast upp á brúnina.

Sjálfstæð fjöðrun hjólanna sex virkaði vel í grjótinu

Næst var að fara yfir klappir með stórum steinum og mjög hrjúfu yfirborði. Þarna kom vel í ljós munurinn á hefðbundnum sexhjólum sem ég hef prófað, en þessi mikla fjöðrun gaf alltaf grip og var ég ekki var við nema einu sinni að hjól í öftustu röð fór á loft, en ef ég hefði tekið úr splitti sem hægt er að fjarlægja hefði ég líklega ekki séð það hjól fara á loft. Splitti þessi eru undir pallinum og með því að fjarlægja þau geta öftustu hjólin farið enn neðar við mjög torfærar aðstæður. Miðað við þessa góðu fjöðrun ætti þetta sexhjól að fara betur með gróið land þar sem að öll hjólin eru að taka jafnt á og þar af leiðandi ætti það að jafna betur út þunga hjólsins á hvern fersentimetra. Þar sem sexhjól fara yfir gróið land hafa öftustu hjólin verið að særa gróður þegar beygt er, en á Can-Am 1000 er drifið ekki eins þvingað og mun auðveldara er að beygja (sérstaklega ef miðað er við gömlu 500 Polaris-sexhjólin sem eru keðjudrifin sem eru svo klossuð að erfitt er að beygja þeim).

Greinilega framleitt vestanhafs miðað við fjölda varúðarmiða

Það á ekki að þurfa að minna neinn á að nota aldrei fjórhjól eða sexhjól nema klæðast viðeigandi hlífðarbúnaði. Sjálfur hef ég það fyrir reglu að fara ekki á fjórhjól, mótorhjól eða sexhjól nema með hjálm og í brynju. Brynju tel ég vera mikilvægasta öryggisbúnað sem nota ætti á fjórhjóli og sexhjóli og væri ég beðinn um að flokka öryggisbúnað fjór- og sexhjóla væri það eftirfarandi: 1. Brynja. 2. Hjálmur.  3. Góðir skór.  Á Can-Am sexhjólinu sem prófað var eru um 10 varúðarmiðar sem eru skyldulesning áður en ekið er af stað, þessir miðar eru ekki til skrauts þeir eru þarna af gefnu tilefni.  

Hentar við erfiðar aðstæður

Miðað við þennan stutta prufuakstur tel ég þetta sexhjól mikla framþróun fyrir þá sem búa við erfiðar aðstæður og þurfa að sinna vinnu eins og girðingarvinnu þar sem er jafnan mikið þýfi, grýtt landslag og blautt land. Einnig tel ég þetta sexhjól henta vel fyrir hreindýraveiðimenn sem þurfa að sækja bráð sína en vilja valda sem minnstum gróðurskemmdum, þar sem flotið í hjólinu er mjög gott.

Það eina sem ég get sett út á varðandi hjólið er að það vantar sárlega á það flautu, svo mætti alveg vera spegill á hjólinu. Can-Am Outlander 1000 er torfæruskráð hjól og kostar frá 3.990.000 án nokkurra aukahluta nema hvað að öll sexhjól koma með dráttarspili. Allar nánari upplýsingar um hjólið má finna á vefsíðunni www.ellingsen.is.

6 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...