Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Chamberlain – eitt sinn mest selda dráttarvél í Ástralíu
Á faglegum nótum 2. október 2014

Chamberlain – eitt sinn mest selda dráttarvél í Ástralíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrstu Chamberlain-traktor­arnir komu á markað árið 1949. Það ár smíðuðu feðgar, faðir og tveir synir, ellefu dráttarvélar í yfirgefinni skotfæraverksmiðju og notuðu ættarnafn sitt til að markaðssetja framleiðsluna.

Í upphafi gengu traktorarnir fyrir tvígengisvél sem brenndi steinolíu og hönnuð var af Phil Irving sem seinna gat sér gott orð fyrir hönnun á vélum fyrir mótorhjól. Steinolíuvélin í Chamberlain-traktorunum reyndist ekki vel og og árið 1952 var skipt yfir í dísilvél. Við tóku vélar frá General Motors og voru þær notaðar í allar stærri týpur fram til 1967.

Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hóf Chamberlain að framleiða minni traktora með Perkins-vél. Vélarnar voru þriggja gíra og með háu og lágu drifi og nutu gríðarlegra vinsælda og seldust yfir 20.000 slíkar á næstu 20 árum.

Dæmi um þrautseigju Perkins-vélanna er að árið 1955 tók ein slík þátt í rúmlega 9.600 kílómetra Ástralíurallíi þar sem hún kom 30 öðrum traktorum til bjargar sem höfðu fest sig í sandi eða bilað. Tveimur árum seinna var sama Chamberlain-traktornum ekið tæplega 18 þúsund kílómetra á ellefu dögum. Góð ending það.

Meðalframleiðsla fyrirtækisins var 3000 dráttarvélar á ári sem taldist lítið á þeim tíma. Árið 1970 keypti landbúnaðartækjaframleiðandinn John Deere 49% hlut í Chamberlain og var þá farið að nota sams konar vélar í báðar gerðir dráttarvéla. Árið 1986 tók John Deere alfarið við rekstrinum. Skömmu seinna var framleiðslu Chamberlain-traktora hætt þrátt fyrir að framleiðsla á varahlutum í eldri vélar héldi áfram í nokkur ár.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...