Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Eicher-dráttarvélar
Á faglegum nótum 10. nóvember 2014

Eicher-dráttarvélar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bræðurnir Joseph og Albert Eicher hófu framleiðslu á Eicher-dráttarvélum árið 1936 í litlu þorpi skammt frá München í Bæjaralandi í Þýskalandi.

Framleiðslan gekk vel og á næstu fimm árum framleiddu þeir ríflega eitt þúsund litla og fremur einfalda traktora með vélum frá Deutz.

Eftir lok heimsstyrjaldarinnar seinni hófu bræðurnir framleiðslu á eigin díselvélum í sínar dráttarvélar og seinna fyrir dráttarvélaframleiðandann Votan. Upp úr 1970 eignaðist kanadíski armur Massey-Ferguson stóran hlut í Eicher og var þá farið að nota Perkins-vélar í traktorana. Framleiðslan jókst jafnt og þétt og um 1990 var fjöldi Eicher-véla orðinn 120.000 og um 2.000 vélar framleiddar á ári.

Árið 1959 setti fyrirtækið upp verksmiðju á Indlandi þar sem vélarnar eru framleiddar enn í dag. Vélar framleiddar fyrir Evrópumarkað eru aðallega litlir traktorar sem notaðir eru í vínrækt og sérhannaðir til þess að passa milli raða af vínviðarplöntum.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...