Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ferguson-Brown – samstarf í molum
Á faglegum nótum 28. október 2014

Ferguson-Brown – samstarf í molum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á árunum milli 1930 og 1940 unnu vélaframleiðandinn David Brown og verkfræðingurinn Harry Ferguson að hönnun og framleiðslu á dráttarvél sem gekk undir nafninu Ferguson-Brown.

Báðir þessi menn voru miklir harðhausar og gekk samstarfið vægast sagt illa. Einungis voru framleidd ríflega 1.300 eintök af þessum traktor.

Uppruna David Brown-traktora má rekja til ársins 1860 þegar enskt fyrirtæki með sama nafni hóf að framleiða tannhjól úr tré sem voru meðal annars notuð í vindmyllur. Fljótlega fór fyrirtækið einnig að framleiða tannhjól og úr pottjárni og stáli og síðar gírkassa.

Ferguson-Brown

Árið 1930 hóf  David Brown III samstarf við írska verkfræðinginn Harry Ferguson sem gekk út á að framleiða drátt­ar­vélar. Báðir menn voru skapmiklir og samstarfið gekk vægast sagt illa. Þrátt fyrir ágrein­inginn hóf Brown framleiðslu á lítilli 20 hestafla vél sem gekk undir nafninu Ferguson-Brown. Ferguson sá aftur á móti um sölu- og markaðsmál vélanna.

Framleiðsla gekk vel í fyrstu en eftir­spurnin var takmörkuð þar sem vélarnar þóttu dýrar enda tvöfalt dýrari en Fordson-dráttarvélar á sama tíma. Ekki voru framleidd nema ríflega 1.300 eintök af Ferguson-Brown traktorum.

Undirferli og leyndarmál

Ágreiningur Brown og Ferguson jókst og neitaði Ferguson að gera nokkrar umbætur á vélinni og kenndi lakri framleiðslu Brown um allt sem miður fór. Þegar Brown frétti að Ferguson hefði farið til Bandaríkjanna til að kynna Henry Ford hugmyndir sínar um nýja dráttarvél án samráðs við sig hóf hann í leyni að hanna nýjan traktor.

Traktorinn sem Brown hannaði fékk nafnið Vaki og gætti hann þess að í honum væru engir vélahlutir sem Ferguson hefði hannað eða ætti einkaleyfi á. Framleiðsla Vaki hófst um það leyti sem seinni heimsstyrjöldin skall á og fram til ársins 1954 voru framleiddar hátt í 60.000 slíkar dráttarvélar.

Stefnt á Bandaríkjamarkað

Árið 1953 setti Brown á markað tvær minni vélar, DB25 og DB30, og eina öflugri, VAD6, sem var ætlað að keppa við Ferguson og Fordson á markaði.

Sá traktor Brown sem náði bestum árangri var 990-vélin og kom á markað árið 1961 og uppfærð 1967.
Þegar hér var komið sögu einbeitti David Brown sér nánast eingöngu að Bandaríkjamarkaði og ætlaði sér stóra hluti þar. Svo stóra að árið 1972 neyddist hann til að selja Case þann hluta fyrirtækisins sem framleiddi dráttarvélar. Framleiðslu á David Brown-dráttarvélum var hætt árið 1988.

Yrkjuvélar fluttu inn fimm DB

Fyrirtækið Yrkjuvélar S.F., sem var stofnað árið 1950, flutti inn fimm David Brown-vélar til Íslands til ársins 1958. Glóbus hf - Árni Gestsson véladeild tók síðar við umboðinu og árið 1963 var efnt til hringferðar um landið til að kynna 880- og 990-gerðirnar. Vinsældir David Brown-dráttarvéla urðu aldrei miklar á Íslandi.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...